Ferð á mótorhjólasýningu

Við feðgar Hjörtur L Jónson og Ólafur Hjartarson fórum á mótorhjólasýninguna í Birmingham á Englandi núna í nóvember til að skoða það nýjasta á markaðinum.

Þetta er þriðja skiptið sem við förum saman (gamli hefur farið nokkrum sinnum áður árin 1986-1994). Við gistum á Arden hótelinu sem er um 10 mínútna ganga frá sýningarhöllini, á hótelinu er sundlaug, veitingastaður og lítill líkamsræktarsalur. En fleiri hótel eru þarna í kring. Við fórum á sýninguna á miðvikudeginum og fimmtudeginum, byrjuðum á þessu helstu stóru framleiðendum.
Bmw var eins og oftast með lang stærsta básinn með sýningu frá Chris Northover, Simon Pavey, Neil Hawker og fleyrum frá Off Road Skills og kennsluskólum BMW.

Triumph var með Vanessu Ruck betur þekkt sem “the girl on a bike”. Á sviðinu voru síðan allskyns keppnir og viðtöl við hina og þessa úr mótorhjólaheiminum. Þeir sem selja fatnað á sýninguni eru oftast með betri verð en almennt er í búðunum og alveg hægt að prútta þá niður ef maður er nógu flinkur.

Ég til dæmis keypti nýjann AGV hjálm og pabbi keypti kevlar buxur og svo var verslað ýmislegt auka eins og hita handföng og viðgerðarsett fyrir barka.

Þeir framleiðendur sem voru ekki á sýninguni þetta árið voru meðal annars MV Agusta og Aprilia ásamt fleyrum. Okkur fannst samt vanta fleyri sem væru að selja til dæmis hliðartöskur og vara/aukahluti eins og bremsu búnað og helstu slithluti. Ég sjálfur var að leita mér af mjúkum hliðartöskum og fann eina en seljandinn var ekki með hina á móti svo það verður líklegast bara að panta þær á netinu.

En allt í allt var sýningin eins og alltaf stórkostleg og mikið hægt að skoða. Eitt sem framleiðendur eru byrjaðir að gera er að bjóða fólki að prófa hjólin á sýninguni gegn því að hafa breskt ökuskírteini meðferðis.

Ólafur Arnar Hjartarson Nielsen #2456