Ell­efu hress­ir Skaga­menn fóru í síðasta mánuði í svo­kallaða enduro-mótor­hjóla­ferð til rúm­ensku borg­ar­inn­ar Si­biu. Í hópn­um var Svein­björn Reyr Hjalta­son sem lamaðist fyr­ir neðan brjóst í mótor­hjóla­slysi vorið 2020 við ræt­ur Akra­fjalls.

Ólaf­ur Páll, lengst til vinstri, dá­ist að elju og þraut­seigju vin­ar síns. Ljós­mynd/​Aðsend

Þetta var í annað sinn sem hóp­ur­inn sótti rúm­ensku borg­ina heim, en síðasta ferðin var far­in árið 2019. Hóp­ur­inn hef­ur hjólað sam­an í um tíu ár og farið í hinar ýmsu ferðir hér­lend­is, þar á meðal upp á há­lendið, auk þess sem svæði við Akra­fjall, Skarðsheiði og Heklu hafa verið vin­sæl. Í ferðinni til Rúm­en­íu var yngsti ferðalang­ur­inn á þrítugs­aldri en sá elsti á sjö­tugs­aldri.

Kom ekki annað til greina

Þegar ákveðið var að fara aft­ur til Rúm­en­íu kom ekki annað til greina en að Svein­björn Reyr yrði með í för, líkt og í síðustu ferð, þrátt fyr­ir fötl­un hans.  „Við vild­um endi­lega að hann kæmi með. Hann var rosa spennt­ur en hafði áhyggj­ur af því að þetta yrði mikið vesen fyr­ir okk­ur,” seg­ir Ólaf­ur Páll Sölva­son, vin­ur Svein­björns og hluti af vina­hópn­um.

Ólaf­ur Páll, lengst til vinstri, dá­ist að elju og þraut­seigju vin­ar síns. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann seg­ir hóp­inn hafa verið ein­huga í því að Svein­björn færi með. Þeir hafi vitað að ferðin yrði aðeins öðru­vísi en sú síðasta en að allt hafi gengið virki­lega vel þegar á hólm­inn var komið.

Fjór­ir hjóla­dag­ar voru skipu­lagðir og voru all­ir á mótor­hjól­um nema Svein­björn sem ferðaðist um á fjór­hjóli. Leiðsögu­menn voru þeim til halds og trausts. Fyrstu dag­inn hjóluðu all­ir sam­an en síðar var skipt liði, enda ekki all­ar leiðir fær­ar fjór­hjól­um.

Nokkr­ir úr hópn­um ákváðu svo að taka einn auka­dag, þar á meðal Ólaf­ur Páll og Svein­björn, og óku þeir eft­ir fjall­veg­in­um Trans­fag­aras­an sem sjón­varps­menn breska þátt­ar­ins Top Gear út­nefndu eitt sinn besta ak­veg í heimi.

Gat ekki sagt nei

Ólaf­ur Páll seg­ir ekki annað hægt en að dást að elju og þraut­seigju Svenna, sem hljóti að vera öðrum hvatn­ing sem eru í sam­bæri­legri stöðu. „Hann er al­veg ótrú­lega magnaður.”

Spurður út í ferðalagið seg­ir Svein­björn að sér hafi fund­ist það fjar­stæðukennt þegar hóp­ur­inn byrjaði að stinga upp á því að hann kæmi með. „Fyrst þeir stungu upp á þessu þá gat ég ekki neitað, sem bet­ur fer,” seg­ir hann. Þrátt fyr­ir áhyggj­ur fyr­ir­fram af ýmsu í tengsl­um við ferðina, m.a. varðandi fjór­hjólið og all­an aðbúnað, gekk allt eins og í sögu. Skemmtu all­ir sér kon­ung­lega í alls kon­ar aðstæðum og tor­fær­um.

Frá vinstri: Frá vinstri: Þórður Guðna­son, Jó­hann Pét­ur Hilm­ars­son, Már­us Lín­dal Hjart­ar­son, Styrm­ir Þór Tóm­as­son, Svein­björn Reyr Hjalta­son, Ólaf­ur Páll Sölva­son, Björn Torfi Ax­els­son, Sig­urður Axel Ax­els­son, Björn Valdi­mars­son, Hilm­ir Bjarki Auðuns­son og Sig­ur­björn Haf­steins­son, ásamt tveim­ur leiðsögu­mönn­um frá hjóla­leig­unni EnduRoM­aniaTours. Ljós­mynd/​Aðsend

Þú sérð varla eft­ir því að hafa skellt þér með?

„Alls ekki. Það var eig­in­lega ótrú­legt að upp­lifa þetta aft­ur, að kom­ast þarna upp í fjöll­in. Þó að maður færi ekki í all­ar tor­fær­urn­ar þá fékk maður hell­ing út úr þessu. Ég er þeim mjög þakk­lát­ur að hafa dregið mig með,” seg­ir Svein­björn.

Svein­björn á fjór­hjól­inu, klár í slag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Eitt klaufa­legt at­vik

Innt­ur eft­ir því hvort hann hafi engu gleymt þrátt fyr­ir slysið ör­laga­ríka seg­ir hann akst­urs­tækn­ina alla vera í höfðinu og það hafi sem bet­ur fer ekki skadd­ast. Viðbragðið sé því ágætt og eng­in klaufa­leg at­vik hafi komið upp í rúm­ensku fjöll­un­um, nema kannski þegar hann rak sig eitt sinn í bens­ín­gjöf­ina, sitj­andi á fjór­hjól­inu sem var í gangi og hjólið tók kipp. „Ég held að leiðsögumaður­inn hafi fengið svo­lítið sjokk þegar ég lá þarna á hjól­inu hreyf­ing­ar­laus og gat ekki reist mig upp. Hann þurfti að taka und­ir axl­irn­ar á mér og ýta mér upp og eft­ir það gat ég keyrt all­ar mín­ar tor­fær­ur. Ég held að hann hafi áttað sig þarna á því hvað ég var mikið lamaður,” grein­ir Svein­björn frá. „Þetta var bara áminn­ing um að maður er ekki al­veg fær í flest­an sjó.”

Fjalla­veg­ur­inn Trans­fag­aras­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Að drep­ast úr harðsperr­um

Svein­björn viður­kenn­ir þó að akst­ur sem þessi taki á lík­am­lega. Þar sem hann er ekki með maga­vöðva þurfti hann að treysta al­farið á hend­urn­ar í tor­fær­un­um. „Ég vaknaði upp á næt­urn­ar að drep­ast úr harðsperr­um. Ég þurfti að reisa mig upp til að fá blóðflæði í þær og hrista þær til til að ég gæti haldið áfram að sofa,” seg­ir hann. Ástandið lagaðist þó með tím­an­um þrátt fyr­ir mikið álag á hend­urn­ar.

Þrátt fyr­ir að ferðin hafi gengið vel var aðgengi fyr­ir hjóla­stóla engu að síður ábóta­vant í Rúm­en­íu og kveðst Svein­björn hafa upp­lifað ástandið sem „ótrú­lega mik­il aft­ur­för” miðað við hér á landi. Ef hjóla­stólaramp­ar voru til staðar, til dæm­is við veit­ingastaði, voru þeir yf­ir­leitt of bratt­ir og þurftu stund­um fjór­ir til fimm menn að hjálpa hon­um að kom­ast áleiðis.

Aðgengi fyr­ir hjóla­stóla er ábóta­vant í rúm­ensku borg­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðgengi fyr­ir hjóla­stóla er ábóta­vant í rúm­ensku borg­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur tínt margt af list­an­um

Spurður hvort hann hefði órað fyr­ir því að fara í ferð sem þessa eft­ir að hafa lam­ast í mótor­hjóla­slys­inu kveðst Svein­björn hafa hugsað þegar hann lá á sjúkra­hús­inu að hitt og þetta væri farið úr lífi sínu og kæmi aldrei aft­ur, þar á meðal mótor­sportið.

„Svo hef­ur maður tínt af þeim lista al­veg ótrú­lega marga hluti sem maður er bú­inn að fram­kvæma eft­ir þetta. Það þarf bara að vera já­kvæður og láta vaða,” seg­ir hann ákveðinn og bæt­ir við: „Lífið held­ur áfram og ef maður ætl­ar ekki að taka þátt í því þá hverf­ur það.”

Verðmæt vinna á verk­stæðinu

Á rúnt­in­um í Rúm­en­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

Svein­björn starfar sem bif­véla­virki á Bíla­verk­stæði Hjalta á Akra­nesi, líkt og hann gerði fyr­ir slysið. Vinnu­dag­ur­inn er frá klukk­an 9 til 16 og þar hef­ur hann í nógu að snú­ast líkt og áður við að skipta um gír­kassa, dekk og sinna ýms­um öðrum störf­um.  „Það eru ótrú­lega mörg verk­efni sem ég get leyst,” seg­ir hann.

Á rúnt­in­um í Rúm­en­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

177 manns stukku í sjó­inn fyr­ir Svenna. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það var svipað með ferðina og þessa vinnu. Hjalti sagði mér bara að mæta. Við fynd­um út úr því hvað við gæt­um gert. Mér fannst það fjar­stæða líka en þetta hef­ur redd­ast al­veg ótrú­lega. Það bjarg­ar sál­ar­tetr­inu að geta haft fast­an punkt. Hún er ótrú­lega verðmæt þessi vinna.”

Uppi á Skaga og víðar ferðast Svein­björn um á sér­gerðu hjóli sem 177 góðhjartaðir og hug­djarf­ir ein­stak­ling­ar söfnuðu fyr­ir með því að stökkva ofan í sjó­inn við Akra­nes­höfn. Á einu ári hef­ur hann hjólað næst­um því 1.000 kíló­metra og ekki er það verra að hann get­ur fest hjóla­stól­inn sinn við tryl­li­tækið. Eru hon­um því all­ir veg­ir fær­ir.

24.09.2023