Flest erum við sammála umna ð vbörn eiga ekki að lifa í ótta, sérstaklega hér á friðsæla Íslandi. En tölfræðiner við jafnt hér og annarstaðar í heiminum. Sjötti hver drengur og þriðja hver stúlka lifir við einhverskonarheimilis-, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi í æsku.

Hér á landi eru góðeerðasamtök sem kallast B.A.C.A. eða Bikers against Child Abuse. Þetta eru alþjóðleg samtök mótorhjólafólks sem hefur það að markmiði að efla börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi til að vera ekki hrædd í heimi sem þau lifa. Samtökin vinna með viund þeirra stofnana sem koma að málefnum barnana sem B.A.C.A. aðstoðar. Það sem þessi samtök geta boðið barninu er að vera til staðar allann sólahringinn alla daga ársins.
Á þeim 25 árum sem B.A.C.A. hefur verið starfandi hafa þúsundir barna notið stuðnings frá meðlimum um allann heim. B.A.C.A. Iceland Chapter hefur verið starfandi í 5 ár og hefur starfið þegar sannað sig ítrekað.

Aðferðin er einföld og byggir á bræðralagi mótorhjólafólks. Þegar þú ert orðinn hluti af kaflanum hefur þú eignast öruggan stað og stönduga bræður og systur sem munu standa með þér hvað sem á dynur. Barnið er tekið inn í hópinn með athöfn og fær sitt eigið hjólavesti með sínu gælunafni og verður órjúfanlegur hluti af þessari nýju fjölskyldu. Fjölskyldu sem kemur fram við barnið eins og barn en ekki fórnarlamb og styður það í einu og öllu þar til barnið er orðið nægjanlega sterkt til að takast á við raunveruleikann á sinn eigin hátt.

Ekkert stoppar B.A.C.A meðlimi í að veita barninu öryggi og rými til að finna eiginstyrk. Þó svo að B.A.C.A. samþykki ekki ofbeldi í neinni mynd, ef koma upp kringumstæður þær þar sem B.A.C.A. meðlimir eru síðasta hindrun þess að barnið sé beitt frekara ofbeldi þá hika þau ekki við að vera sú hindrun. Það eru ekki margir gerendursem hafa það í sér að ganga gegnum hóp af mótorhjólafólki sem standa vörð um bræður eða systur.

Þó svo við séum ekki meðvituð um hvað gerist inn á heimilum annara þá er mjög líklegt að við þekkjum einhvern sem hefur gengið í gegnum reynslu af ofbeldi.  Og því miður er líklegra en ekki að við þekkjum til barna sem lifa enn í nagandi angist. Ef upp vaknar grunur um slíkt þá eigum við ekki að hika við að tilkynna grun okkar til yfirvalda.  Barnavernd og lögregla taka við ábendingum um mál hvort sem þú vilt láta nafns þín getið eða ekki.

B.A.C.A. Iceland Chapter er einn möguleiki fyrir fjölskyldur og börn sem eru að takast á við eftirmála ofbeldis. Þau eri alltaf til staðar og svara hjálparsímanum 780-2131 allan sólahringinn.
Ekkert barn verðskuldar að lifa í ótta, ef þí telur að barnið þitt hefði gott að því að verða hluti af sterku bræðralagi á meðan það sigrast á óttanum hafðu þá samband.  Eitt símtal getur breytt öllu.
B.A.C.A. Iceland Chapter er með opna fundi fyrsta miðvikudag í mánuði kl:20:00 í Funahöfða 5 Þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér starfið frekar.

Allar ljósmyndir í greininni eru í eigu B.A.C.A. meðlima. Öll réttindi áskilin.
Úr Sniglafréttum Apríl 2021 1tlb. 2árg.