Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts styrkti í dag Mótorhjólasafn Íslands um eina milljón krónur.

Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tían styrkir safnið um eina milljón krónur en klúbburinn gerði það einnig í apríl 2023 og þá einnig um eina milljón kr.   Uþb. helmingur styrksins er úr félagsgjaldasjóð klúbbsins en hinn helmingurinn frá söfnunum sem klúbburinn hefur staðið fyrir.

Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum, og vill stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars Þ Jóhannssonar #10    og  sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér annað slagið.

Minnum enn fremur á Aðalfund á laugardaginn 20 apríl  kl. 13:00 en hann byrjar fyrst á því að Hringfarinn mun vera með kynningu áður en við höldum svo aðalfundinn.    #Aðalfundur

Hringfarinn mun vera með kynningu áður en við höldum svo aðalfundinn.