Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts styrkir Mótorhjólasafn Íslands með milljón króna styrk.

Tíunni hefur gengið vel undanfarið að safna fyrir klúbbinn, Bíngo, Happdrætti, auglýsingatekjur og margt fleira gera það að verkum að við getum stutt vel við safnið. Það er ykkur að þakka með þáttöku í viðburðum Tíunnar.

Söfn hafa ekki komið vel undan síðustu covid ár og hafa tekjur þeirra minnkað verulega .
Við vonum sannarlega að þetta hjálpi til því okkur þykir óskaplega vænt um safnið okkar.

Við erum enn með Happdrætti í gangi með fínum vinningum og þið getið enn keypt miða með að smella á þennan hnapp hér –> Happadrætti

Dregið verður í Happdrættinu 20 apríl.
Endilega hjálpið okkur að halda áfram að hjálpa safninu.

Minnum einnig á páskaeggjaleitina nú á laugardag 8.apríl á safninu fyrir börnin kl 14 
og páskagleði um kvöldið hjá okkur. kl 20 fyrir fullorðna 🙂 

 

  • Mótorhjólasafn íslands við Krókeyri á Akureyri.