Nú styttist þar til við sendum af stað greiðsluseðla fyrir félagsgjaldi Tíunnar.

15 febrúar sendum við þá af stað til þeirra sem ekki eru búnir að nýta sér að greiða félagsgjaldið á vefnum eða með millifærslu. Þetta sparar okkur og ykkur talsverðar upphæðir sem bankarnir taka í seðilgjöld.

 

  • Leiðirnar til að greiða eru :
    www.tia.is/verslun. Þar er hægt að greiða með greiðslukorti.
    (Fylgir Happdrættismiði til 15 feb.)
  • Nú eða millifæra :             565 – 26 – 100010      Kt 591006 -1850
    En setjið skýringu með.
    (Fylgir Happdrættismiði til 15 feb.)
  • Bíða eftir greiðsluseðli í heimabanka:
    Aukakostnaður vegna seðilgjalda.
    Kostnaður fyrir klúbbinn.
    (Enginn Happdrættismiði fylgir með greiðsluseðinum)

Happdrættismiði fylgir hverjum greiddum félaga sem nýtir sér vefinn eða millifærslu
fyrir 15.febrúar 2023 en Vorhappdrætti Tíunnar verður í lok mars og verður dregið 20 apríl.

Félagsgjaldið er aðeins 5000 kr en af því renna 2000kr beint til Mótorhjólasafnsins á Akureyri .

Ath :
Eldri félagar sem hafa ekki greitt félagsgjöldin undan farin ár fá ekki sendann greiðsluseðil.
Er þetta gert í sparnaðarskyni, við munum bara senda til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið síðustu 2-3 ár.
En ef þið viljið virkja ykkur aftur í klúbbinn endilega nýtið ykkur vefinn eða millifærslu. www.tia.is/verslun

Við viljum þakka frábærar móttökur við þessari nýbreytni okkar við að draga úr kostnaði.
Nóg græða bankarnir samt.

Kv Stjórnin.