„Á tímum þar sem rafvæðing farartækja er í fullum gangi þá er líka ágætt að skoða að það eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar til.“   Hér er grein úr mogganum 2008

Sveinn Hrafns­son, starfsmaður hjá Air Atlanta í London, hef­ur vakið at­hygli í ensk­um fjöl­miðlum fyr­ir vetn­istilraun sem hann gerði á sínu eig­in Harley Dav­idson-mótor­hjóli í þágu orku­sparnaðar hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann byggði á hug­mynd frá seinna stríði en þekkt er að Spitfire- og Mu­stang-herflug­vél­ar voru bún­ar vetn­is-/​bens­ín­mótor til að spara bens­ínið og fækka áfyll­ing­um.

Hjá Air Atlanta hef­ur farið fram umræða um hvernig megi spara eldsneytið á flutn­inga­bíla fyr­ir­tæk­is­ins sem dag­lega aka um 300 km.

Brá Sveinn á það ráð að prófa vetn­is­hug­mynd­ina og notaði Har­ley­inn sem til­rauna­dýr. „Ég var mjög ánægður með út­kom­una, hjólið brenn­ir bens­ín­inu mun bet­ur fyr­ir vikið og auk þess er það kraft­meira,“ seg­ir hann.