Gylfi Hauksson skrifar á Facebooksíðuna sína .
Jæja. Þá er fjórða árinu okkar með Píeta samtökunum að ljúka. Þetta eru búnir að vera skrítnir tímar með sínum fjarlægðar og fjöldatakmörkunum. Engu að síður gerðum við okkar besta til að kynna þessi mögnuðu samtök út um allt land og safna peningum handa þeim. Það var svo núna á haustmánuðum sem við renndum á Akureyri og afhentum Píeta húsinu á Akureyri sem opnaði á árinu eina milljón sem var afrakstur af söfnun okkar.
Stór hluti af þessu söfnunarféi kemur frá mótorhjólafólki á landinu sem hafa alveg frá byrjun stutt vel við bakið á okkur og hvatt okkur áfram í þessu verkefni. Er það alveg ómetanlegt. Má þar t.d. nefna Sniglana og Tíuna á Akureyri sem stuttu okkur með veglegri peningagjöf.
Einnig hefur verið magnað hvað bæjaryfirvöld úti á landi hafa stutt okkur og gert ýmislegt til að greiða götu okkar á ferðalögum okkar. Að vísu hafa bæjaryfirvöld í heimabæ samtakanna (Grindavík) ekki sýnt þessu verkefni neinn áhuga, eru sennilega upptekin að sinna mikilvægara fólki😎.
Við enduðum svo söfnun ársins með glæsilegum kótilettudegi á Salthúsinu í Grindavík. Tókst hann mjög vel og gerum við ráð fyrir að halda hann árlega.
Við viljum svo þakka öllum sem hafa stutt okkur í þessu verkefni og þakka fyrir frábært ár. Bíðum spennt eftir að hitta ykkur á nýju ár.