er við Sverri Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjón um gamla tíma — Fyrstu árin hjá bifhjóladeild lögreglunnar

Fyrir rétt rúmu ári flutti umferðardeild lögreglunnar í nýju lögreglustöðina við Snorrabraut úr hinum fyrri húsakynnum sinum í Skátaheimilinu. Þótti það marka tímamót í sögu lögreglunnar og umferðardeildar hennar, sem enn er ung að árum.

Þegar minnst er á umferðardeild lögreglunnar,verða mönnum ofarlega í huga bifhjólin, sem hún notar mikið við störf sín. Það er eitthvað við bifhjól, sem laðar, svipað og kappakstursbíll laðar hugi manna að sér, þar sem honum er ekið’, eða jafnvel þar sem hann stendur bara kyrr. Svo vill til, að um leið og liðið er eitt ár frá því lögreglan flutti inn í nýju lögreglustöðina, þá eru liðin 25 ár frá því að lögreglan tók bifhjól í sína þjónustu, en þá þótti það einnig marka tímamót í sögu lögreglunnar.
Við fengum því Sverri Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjón, sem var meðal þeirra fyrstu, er voruá bifhjólum lögreglunnar, til þess að segja okkur dálítið frá starfi sínu á þeim.

Einhver hafði það eftir þér, Sverrir, að 25 ár væru liðin, síðað lögreglan fékk fyrst bifhjól til löggæzlustarfa. Þú ert búinn að vera manna lengst á bifhjólum lögreglunnar og þvílíklegur til þess að vita þetta gerla“.
„Það er ekki rétt. Það hafa aðrir innan lögreglunnar verið lengur á hjóli en ég.Til dæmis Sigurður Ágústsson og fleiri góðir menn, en áreiðanlega munu vera 25 ár síðan fyrstu hjólin komu til lögreglunnar. Þau komu til landsins 1942, um vorið“.

„Varstu byrjaður í lögreglunni þá?“
„Já, ég byrjaði 1940″.

„Hve gamall þá?“
„Tuttugu og fimm“.

„Hafðirðu einhvern pata af því, að þeirra væri að vænta?
Vissirðu nokkuð um aðdraganda þess að þið fengjuð bifhjól til starfsins?“
„Tja .. . ég vissi lítið, hvernig það gekk allt saman fyrir sig hjá ráðamönnum þess tíma. —
Athugaðu það að ég var óbreyttur lögregluþjónn, sem hafði verið aðeins tvö ár í starfi, og þvi eðlilega ekki þar viðstaddur, sem slíkar ákvarðanir voru teknar. Hins vegar held ég, að Agnar Koefoed Hansen, sem þá var Iögreglustjóri, hafi átt hugmyndina og fengið þessu framgengt. Hann hafði áhuga á bifhjólum. Hafði einmitt heimsótt lögreglu annarra landa kynnzt þeirra starfi þar og séð þá á bifhjólum við löggæzlustörf. Honum hefur auðvitað verið það ljóst, hve löggæzlan var miklu hreyfanlegri á bifhjólum. Ég fann þennan áhuga hjá honum áður enn ég vissi að við mundum fá hjólin. Við ræddum stundum saman um bifhjól, því hann vissi, að ég hafði átt, og mikið notað bifhjól. Annað vissi ég ekki um aðdragandann, nema það, að það var orðin mikil
þörf fyrir þau eða einhver slík farartæki“.

„Hvernig þá?“
„Bílaeign landsmanna hafði aukizt talsvert á árunum á undan og það nokkuö ört. Á örfáum árum hafði fjölgað úr örfáum skrjóðum upp í talsverðan bílaflota. Það var einnig farið að
bera mikiö á kraftmiklum amerískum bifreiðum, sem komust hraðar yfir en þær evrópsku.
Tólf strokka Lincoln-bílar og aðrir slíkir, og satt að segja, óku menn hratt og ógætilega.
Meira þá, en maöur verður var við nú. Okkar lögreglubílar voru líka orðnir aftur úr og ökuþórarnir gátu hreinlega stungið okkur af, ef svo bar undir, Við drógumst bara aftur
úr í eltingaleiknum, og það var auðvitað óviðunandi. Lögreglan varð að gripa til nýrra ráða, sem urðu þá bifhjólin“

„Þú sagðist hafa verið mikið á hjóli áður en þú byrjaðir í lögreglunni, Sverrir?“
„Já, ég eignaðist mitt fyrsta Harley Davidson-bifhjól, þegar ég var 18 ára. Það var auðvelt að fá slík hjól þá, þótt fyrir stríð væri. Þau voru þá útstillt i búðargluggum. Við vorum nokkrir strákar, sem mynduðum eins og maður mundi kalla það núna, nokkurs konar klúbb. Allir með mótorhjóladellu. — Mikil ósköp, — Áttum allir Harley Davidson hjól. Önnur komust ekki að í hugum okkar, þvl þau voru kraftmest og bezt þá.
Við fórum um allar trissur á hjólunum. Alla leið austur f Vík, norður að Dettifossi og norður til Akureyrar og til fleiri staöa“. „Voru ekki vegir erfiðir fyrir bifhjól í þá daga? Þetta var þó fyrir stríð“.

„Nei, þótt ótrúlegt sé, þá vorum vegir hreint ekki verri þá en nú. Kannski þrengri og það voru víða hvörf í þeim, sem þurfti að gæta sín á þá, eins og nú, en okkur strákunum gekk aveg prýðilega á þessum ferðum okkar.

„Það hefur, trúi ég, borið á ykkur, þeysandi um á kraft,iklum bifhjólum — ekki stærri en bærinn var þá. Einhverntíma hafið þið kannað töggurnar í farartækjunum. Var það ekki, Sverrir?“ 

„Það er allt önnur saga, blessaður vertu. Við erum að tala um Iögregluna á bifhjólum, en ekki fortíð nokkurra værukærra borgara, sem nú eru orðnir“
„Alveg rétt, Sverrir. Alveg rétt. — Hérna… . svo komu hjólin um vorið 1942″. „Já, með skipi beint frá Ameríku, en áður fór allur flutningur í gegnum Danmörku“.

„Þú hefur auðvitað mælt með Harley Davidson-hjólum við lög reglustjóra?“

„Þá getur nærri um það. Við fengum tvö slík þá um vorið og höfum alltaf síðan notað Harley Davidson. Árið eftir fengum við svo önnur tvö til viðbótar, og á Lýðveldishátíðinni áttum við
orðið 5 bifhjól“.

Var þá stofnuð sérstök bifhjóladeild eða hvaða háttur var hafður á um notkun þeirra?“

„Nei, það voru þjálfaðir nokkrir menn á hvora vakt, sem voru svo á hjólunum og fylgdu vöktunum. Það er að segja bara innan um hina almennu löggæzlu“.

„Þú hefur verið vanastur á hjóli. Varst þu ekki látinn þjálfa mennina á hjólin?“
„Jú, ég þjálfaði þá fyrstu árin“.

Hvernig reyndust svo þessi fyrstu bifhjól?“
„Það kom fljótt í ljós, hve hagnýt þau voru. Lýðsveldishátíðin 1944, sannaði þaö áþreifanlega. Þá var gífurleg umferð austur á Þingvöll. – Stanzlaus flóð bíla eftir Þingvallaveginum og þá komu hjólin í góðar þarfir. Það var hægt að skjótast fram með röðinni og komast þangaö, sem erfiðleikar voru.
Slíkt hefði verið ógjörningur á bæðl, vegna umferðarinnar, sem á móti kom. Þá fengum við einnig 3 hjól aö láni, svo við höfðum 8 í takinu. Auk umferðareftirlits var starf þeirra mjög
margþætt. Þau voru einnig til þess að greiöa götu þjóðhöfðingja og opinberra sendimanna.
Nokkurs konar heiðursvörður. Slíkt átti svo eftir að margendurtaka sig á seinni árum. Þegar Noregskonungur kom og fleiri þjóðhöfðingjar. Þau entust einnig vel þessi fyrstu bifhjól okkar. Allt fram til 1949, en þá var farið að endurnýja þau, svona eitt og eitt i einu, eftir þvi sem þau heltust úr lestínni“.

„Manstu eftir einhverju sérstöku atviki úr starfi þínu á bifhjóli á þessum árum, Sverrir?
Einhverju, sem sýnir, hvernig bifhjólunum var tekið af ökuþórunum?“
„Mér er minnisstætt atvik, sem vildi til á öðru ári fyrstu hjólanna. Þá var ég á götunum í gæzlu á hjóli, þegar ég veitti eftirtekt tveimur amerískum bifreiðum, annar var Buick með 8 strokka vél, en ég „man ekki lengur, hverrar tegundar hinn var en hann var kraftmikill líka. Þessum báðum var ekið á ofsahraða um götuna, sem ég var staddur á, og ég fer að fylgjast meö þeim. Ég vissi svo sem hverjir áttu bílana, og grunaði syni eigendanna um að vera á bílunum, en þeir voru kunnir fyrir hraðan akstur, enda kom það Iíka á daginn, að þar voru þeir á ferð. Það leyndi sér ekki, að þeir voru þarna í kappakstri og metingur hjá þeim hvor væri á kraftmeiri bílnum. Þeir sinntu því þó engu, þegar ég setti sírenuna í gang, og stönzuðu ekki, heldur juku hraðann.
Þeir ætluðu sér nefnilega . að stinga mig hreinlega af, vissir um, að það stæðist ekkert farartæki þeirra bílum snúning. En það varö nú ekki og ‘eftir mikiinn eltingarleik á lífshættulegum hraða, því að það var rigning og götur blautar, þá gáfust þeir upp og stönzuðu. Annar þeirra ‘steig út úr sínum bíl og var ekkert feiminn, en sagði, að ég skyldi ekkert vera að hafa
fyrir þvi að skrifa þá niður. Slíkt hefði engan tilgang, því pabbi sinn myndi kippa því öllu saman í lag, svo afleiðingar yrðu engar. Ég sinnti þvi engu, en sneri mér að hinum meðan þessi var að róast. Hann var viðræðubetri og smám saman féllust þeir á fortölur mínar og virtust skilja hve alvarlegt afbrot þeirra haföi verið. Þó sveið þeim það að „löggan“ skyldi eiga farartæki sem tæki þeirra fram, hvað hraða snerti. Það kom eins og hálfgert reiðarslag á þá“. „Skrifaðir þú þá upp?“ „Já, já. Ég skrifaði þá upp og það gekk allt sinn gang.“

„Þeir sinntu ekki sírenuvælinu?“
„Nei, en þegar þú minnist á sírenuvæl, þá dettur mér í hug annað atvik, sem skeði á stríðs árunum. Þá voru auðvitað skipu lagðar loftvarnir og loftvarnamerki gefin, ef svo bar undir.
Eitt sinn var ég að elta ökufant og setti sírenuna I gang, eins og lög gera ráð fyrir. Hafði ég síðan hugann allan við eltingaleikinn og vissi ekki fyrr en að okkur dreif úr öllum áttum
herlögregla, hermenn og fleiri. Hljóðið í sírenunni okkar var sko, nákvæmlega eins og loftvarnamerkin. Ég hafðí þv£ sett allt 1 gang, loftvarnamerki og annað, án þess aö ég gerði mér
grein fyrir því, þegar ég setti sírenuna í gang; Seinna var okkur svo tekinn vari fyrir því að nota sírenurnar nema til þess að gefa loftvarnamerki með þeim, eða önnur slík merki sem
vöruðu við hættum, er vofðu yfir bænum“.

„Herlögreglan?“
„Já, hún starfaði mikið með okkur á stríðsárunum, þvi hermennirnir voru mikið á ferli, eins og aðrir. Við fórum gjarna tveir og tveir saman, á bifhjól um, annar íslenzkur lögregluþjónn og hinn herlögregluþjónn. Það var góð samvinna þar í milli“.

„Svo varð skipulagsbreyting þegar umferðardeild lðgreglunnar var stofnuð. Var það ekki?“
„Jú, fram til 1960 höfðu hjólin fylgt vöktum, en þá var umferðardeildin stofnuð og min fékk inni í nyrðri enda Skátaheimilisins við Snorrabraut“.

„Höfðu engar breytingar orð ið á hjólunum & þessum tíma?
„Nei, engar teljandi. Við feng um jú talstöðvar á þau 1958. Höggdeyfar urðu mýkri og fleiri smáar tæknibreytingar, en það varð engin sérstök breyting á útbúnaðinum hjá okkur á hjólunum“.

Hvernig var aðstaðan þarnaí Skátaheimilinu?“

„Það fór ágætlega um okkur þar. Við höfðum lítinn notalegan sal og eina smákompu til afnota. í kompunni sat varð stjórinn innan um talstöð og almenna afgreiðslu, simahringingar og eril. Okkur leið prýðilega þarna. Höfðum þægileg húsgögn og fleira. Þá var umferðardeildin með 2 bíla til afnota og 4 Harley Davidson hjól og tvær Vespur, en þær áttum við aðeins
stuttan tíma“.

„Nú eruð þið komnir hingað í nýju lögreglustöðina við Skúlagötu og hagur ykkar orðinn öðruvísi?“.
„Já, það hefur margt breytzt siðan 1942. Hingað fluttum við 23. júlí í fyra og þar með komnir i höfn, ef svo mætti segja, þvl fram til þessa hefur deildin verið að þróast og á auðvitað
eftir að þróast enn meir, en það er eiginlega ekki fyrr en við komum hingað, að hún fær á sig fast horf. Umferðarlðggæzlan hefur auðvitað búið við ákveðið skipulag, en árin frá 1942 til
1966 eru kafli í sögu löggæzlunnar. Það urðu kaflaskil, þegar við fengum hjólin og það urðu aftur kaflaskil þegar við fluttu hér inn, þar sem við búurn við sér herbergi fyrir talstöðvarsamband, sér herbergi fyrir varð stjóra, sér herbergi fyrir rannsóknir og fleira. Það varð það. kaflaskil. — Hvað framundan er? — Tja.. . hægfara þróun þar til eitthvað nýtt kemur. —
Kannski þyrlur! Já, hver velt,nema yið notum einhvern tíma þyrlur. Þá yrðu það ný kaflaskil“.

Vísir 1967