Komið þið sæl félagar hér og þar.

Því miður þá hefur komið upp að villa hafi slæðst í númeraröðina í félagsskírteinunum okkar.
Villan lýsir sér sem röng Tíu númer prentuð á skírteinið ykkar. Villan er tilkominn vegna þess að í flýti tók ég (Valur) óvart auka „colom“ í excel skjalinu. Ég lét formúluna taka kennitölu greiðanda para sig við kennitölur í félagslistanum okkar og skila niðurstöðu með Tíunúmerinu EN tók óvar líka ID „colonið“ sem gerir það að verkum að í sumum tilvikum kom ID númerið á skírteinið en ekki félagsnúmerið.
Við hins vegar sáum þetta ekki fyrr en við vorum byrjuð að senda skírteinin út svo ákveðið var að klára það þar sem númerið ykkar er alls ekki týnt eða breytt, heldur mun bara koma rétt á næsta skírteini.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum, vonandi kemur þetta ekki að sök og við öll njótum sumarsins.

Við lofum að læra af þessu.

Kveðja
Valur S Þórðar
# 452