...
Hóp­ur rúm­lega 30 vél­hjóla­manna lagði af stað frá Ak­ur­eyri í morg­un í hring­ferð um landið. Þarna er á ferð CBX klúbbur­inn svo­kallaði og ferðin er far­in af því til­efni að 30 ára eru síðan Honda setti CBX hjólið fyrst á markað. Vél­in voru fram­leidd til árs­ins 1982.

CBX hjólið er sér­stakt fyr­ir þær sak­ir að vera knúið áfram af 6 strokka línu­vél. Þessi hjól eru orðin með þeim vin­sæl­ustu í heimi meðal safn­ara jap­anskra forn­hjóla, að sögn Bald­vins Ringsted, eins þeirra sem lagði upp í hring­ferðina í morg­un. Nú eru 44 hjól af þess­ari gerð til á Íslandi. Það er að sjálf­sögðu heims­met miðað við höfðatölu, eins og Bald­vin orðar það.

Hóp­ur­inn kom sam­an í morg­un­mat í Baka­rí­inu við brúna í morg­un og hélt þaðan af stað klukk­an 11. Haldið var aust­ur á bóg­inn.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.