Ferill Valentino Rossi er stórkoslegur, en hann er víst þriðji hæst launaði akstursíþróttamaður heims (margir halda því fram að hann sé hæstlaunaði akstursíþróttamaður heims með um 40 milljón dollara í árslaun, en formúla 1 heimsmeistarinn Luis Hamilton er sagður vera með 35 milljónir).
Í dag 14.11. 2021 keyrði hann sinn síðasta kappakstur til heimsmeistara á mótorhjóli. Rossi sem er 42 ára hefur keppt samfellt í 26 ár á ýmsum mótorhjólum til heimsmeistara síðan hann var 17 ára. Hér eftir eru nokkrar “sturlaðar staðreyndir” um þennan mikla mótorhjólamann, en sum af þessum “metum eða staðreyndum” verður aldrei slegið.
- Rossi og Phil Read eru einu mótorhjólamennirnir sem vinna heimsmeistaratitla í 125, 250 og 500cc flokkunum. ( Marc Marquez hefur unnið titla í 125cc, Moto2 og MotoGP).
- – Valentino Rossi er sá eini sem hefur unnið heimsmeistaramót í fjórum flokkum: 125, 250, 500 og MotoGP.
- – Rossi og Giacomo Agostini eru einu tveir knaparnir sem hafa unnið keppnir til heimsmeistara á bæði tvígengis og fjórgengis vélum.
- – Sigur hans í MotoGP í Suður-Afríku 2004 gerði hann að fyrsta ökumanninum til að taka á móti fyrstu verðlaunum í öllum mótorhjólaflokkum.
- – Árið 2004 varð hann annar ökumaðurinn til að vinna heimsmeistaratitil á mismunandi tegundum (Eddie Lawson var sá fyrsti, sigraði á Yamaha 1988 og Hondu 1989).
- – Hann á metið í röð á verðlaunapalli í stæðsta mótorhjólaflokknum, á verðlaunapalli 23 skipti í röð, frá Portúgalska GP 2002 til Suður-Afríku GP kappakstursins árið 2004.
- – Rossi átti þann heiður að sigra 500. sigur Honda þegar hann vann japanska 500cc GP í apríl 2001.
- – Rossi hefur unnið GP mót og orðið heimsmeistari á sjö mismunandi mótorhjólum: 125cc Aprilia, 250cc Aprilia, 500cc Honda, 990cc Honda, 990cc Yamaha, 800cc Yamaha og 1000cc Yamaha, alls hefur hann orðið 9 sinnum heimsmeistari.
- – Ellefu sigrar hans árið 2005 eru mesti fjöldi sigra í MotoGP á einu keppnistímabili (stæðsta mótorhjólaflokknum) hjá Yamaha ökumanni
- – Hann er eini ökumaðurinn sem hefur unnið fimm eða fleiri keppnir í röð á Yamaha.
- – Hann er eini ökumaðurinn í sögunni sem hefur unnið fimm eða fleiri mót í röð á tveimur mismunandi gerðum hjóla (Yamaha og Honda).
- – Hann er sigursælasti ökumaður Yamaha allra tíma með 56 sigra á Yamaha
- . – 89 sigrar hans í stæðsta flokknum eru fleiri en nokkur annar knapi í sögu Grand Prix kappaksturs (annar á þessum lista er Giacomo Agostini með 68 sigra í úrvalsflokki).
- – Hann hefur unnið 115 GP keppnir í þremur flokkum. (Aðeins Giacomo Agostini með 122 sigra hefur staðið á efsta þrepinu á verðlaunapallinum meira í Grand Prix kappakstrinum).
- – Síðast þegar hann var á palli var hann í þriðja sæti á Jerez árið 2020, það var í 199. sinn sem hann náði á verðlaunapall í heimsmeistarakeppni stæ´stu mótorhjólanna (annar á þessum lista er Jorge Lorenzo með 114 sinnum á pall).
- – Hann hefur verið á verðlaunapalli 235 sinnum í öllum flokkum, sem er meira en nokkur annar ökumaður í sögu Grand Prix kappaksturs (annar á þessum lista er Giacomo Agostini með 159 sinnum á pall).
- – Keppnin 14.11.2021 í Valencia GP var 432. ræsing Rossi í Grand Prix. Þetta þýðir að hann hefur tekið þátt í 44,4% af öllum Grand Prix mótum sem hafa farið fram síðan heimsmeistaramótaröðin hófst árið 1949 ( sá knapi sem er næstflestur í GP ræsingum er Andrea Dovizioso með 332 í lok árs 2021).
- – Rossi hefur lengsta sigurferilinn í GP kappaksturs á stæðstu mótorhjólunum, en síðasti sigur hans á hollenska TT árið 2017 kemur 16 árum 351 dögum eftir hans fyrsta 500cc GP sigur á Donington árið 2000 (knapinn með næstlengsta sigurferilinn í úrvalsflokkur er Alex Barros – 11 ár 204 dagar).
- – Hann á einnig lengsta vinningsferil í öllum flokkum; 20 ár 311 dagar frá fyrsta sigri hans í GP í 125cc flokki á Brno árið 1997 og síðasta MotoGP sigurs hans í Assen árið 2017 (annar í þessu sambandi er Loris Capirossi með 17 ár og 49 daga).
- – Á ferli sínum hefur Rossi keppt á 38 mismunandi Grand Prix-brautum.
- –
- – Þar sem Valencia keppnin var síðasta mót Valentino Rossi verður það mjög líklega í síðasta skipti sem mótorhjólaökumaður fæddur á áttunda áratugnum mun hefja Grand Prix keppni.
- Af þessum 38 brautum hefur hann unnið að minnsta kosti einn GP vinning á 29 brautum. Enginn annar ökumaður í sögu mótorhjólakappaksturs hefur sigrað á jafn mörgum mismunandi brautum og Rossi.
- – Kappakstursbrautirnar þar sem Rossi hefur unnið flesta GP-sigra eru Catalunya og Assen þar sem hann hefur unnið tíu sinnum á hvorri þessara tveggja brauta.
- – Í stæðsta mótorhjóla flokknum hefur Rossi keppt á 29 mismunandi brautum.
- – Hann hefur sigrað á 23 af þessum 29 brautum.
- – Brautin sem Rossi hefur oftast keppt á í Grand Prix er Jerez kappakstursbrautin á Spáni, þar sem hann hefur ræst 27 GP ræsingar í þessum þremur flokkum, þar af 23 í stæðsta flokknum.
- – Á GP ferli sínum hefur Rossi deilt verðlaunapalli með 55 mismunandi keppinautum.
- – Síðasta skiptið sem Rossi deildi verðlaunapalli með ökumanni sem er eldri en hann sjálfur var í tékkneska kappakstrinum 2008, en sá var Loris Capirossi.
- Samantekt Hjörtur Líklegur #56