Nú styttist í aðalfund Tíunnar þ.e. rett um tveir mánuðir í fundinn en hann verður 20 apríl nk.

Þó nokkrar vendingar verða í stjórn Tíunnar að þessu sinni  þar sem formaður og varaformaður gefa ekki kost sér á sér áfram. Enda eru Siddi og Víðir búnir að sitja í stjórn ansi lengi þ.e. síðan 2017.
Valur gjaldkeri ætlar einnig að víkja úr stjórn svo eftir stendur Óskar og Svanhvít ásamt vara mönnunum Önnu Guðný og Örnu Maríu.   Svo endilega íhugði nú að vera í stjórn Tíunnar og bjóðið ykkur fram.

Þið getið boðið ykkur fram strax og leyft okkur að kynnast ykkur með kynningu hér á netinu.
Sendið okkur framboð í tölvupósti  tian@tia.is   Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi. en stjórn skipar sér niður í verkefni eftir á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Stórn tíunnar

Lög tíunnar

Lagabreytingartillögur þurfa að berast helst degi fyrir fund með tölvupósti. tian@tia.is
kv Formaður.