Viðar Gunnarson frá Dalvík setti þetta inn.
Fyrir einhverjum dögum hringdi ég í Sveinn Valdimar Ríkarðsson og spurði hvort hann hefði keyft sér nýtt mótorhjól Gritzner Monsa Supersport delux árg1962, jú jú það gerði hann og sagðist hafa selt það svo aftur og vissi ekkert hvað varð um það, sjálfsagt löngu ónýtt og horfið.
En í gær fékk ég Svein í bæjarferð og sýndi honum hjólið, sem stendur nú á safninu á Akureyri og lítur nánast bara nákvæmlega eins út og þegar hann seldi það 1963, allt orginal og óuppgert.
- Sveinn Valdimar Ríkarðsson var ánægður að sjá þennan gamla vin aftur.
- Gritzner hjólið . Kíkið á safnið og fræðist um það. Safnið er opið um helgar í vetur. kl:13-16
Skemmtileg viðbót á safninu þarna.










