Saga Sniglabandsins er að sjálfsögðu mjög tengd Bifhjólasamtökunum Sniglunum og þvi má nærri segja að saga Sniglabandsins hafi að hluta til byrjað þegar samtökin Sniglarnir voru stofnuð þá fóru ýmsir áhuga menn um músik innan samtakanna að hittast reglulega í húsi einu við Ægisiðuna. Þar sátu menn, drukku kaffi, spiluðu á kassagitar og rauluðu með.


Þannig varð til ákveðinn kjarni sem kallaðist Lagavalsnefnd.  Þetta var eins konar frumútgáfa af Snigla-bandinu sem var svo formlega stofnað fyrir u.þ.b. ári.
Eins og bandið litur út i dag er það þannig skipаð :

Baldur Ringsted, sólógitarleikari,
Bjarni Bragi Kjartansson, bassaleikari.
Björgvin Ploder, trommuleikari,
Einar Rúnarsson hljómborðshestur“,
Skúli Gautason, rytmagitarleikari,
og Stefan Hilmarsson, söngvari.

Baldur hefur nýverið tekið sæti Sigurðar Kristinssonar sem spilar með þeim á nýju plötunni þeirra. Björgvin trommuleikari og Bjarni kynnust fyrir þremur
árum þegar báðir voru fengnir til að spila með leikfélagi MR, Herranótt, í leikritinu Náðarskotinu.

Þá spiluðu Björgvin. Einar og Stefán saman í hljómsveit sem kallaðist Bjargvætturinn Laufey. Á sama tíma spiluðu Bjarni Bragi og Sigurður Kristinsson saman i Sniglabandinu. Að vísu spilaði Sigurður þá á trommur en þegar vantaði sológítarleikara flutti Sigurður sig af trommunum yfir á gítarinn og trommuleikarastaðan var laus. Þannig bættist Björgvin inn í Sniglabandið. Ekki löngu seinna vantaði hljómborðsleikara og þá varð Einar að sjálfsögðu fyrir valinu. Siðan skaut upp þeirri hugmynd að ekki væri verra að hafa söngvara innan hópsins svo að hóað var Stefán.
Þar með varð Bjargvættinum Laufeyju ekki við bjargað.

Þeir hafa lítið lært á hljóðfæri amk þau hljóðfæri sem þeir spila á í bandinu, nema Einar hljómborðsleikari, en hann hefur lært á orgel síðan hann náði upp á borðið, lærði reyndar á kirkjuorgel). Þó hefur trommuleikarinn spilað á trompet frá því hann var 8 ára.
Þeir gáfu út risasmáskífu um jólin. Sú plata gekk mun betur en þeir áttu von á, enda segjast þeir helst hafa gefið hana út fyrir vini og vandamenn“, en þar sem eftirspurnin varð svo mikil tók Fálkinn að sér að dreifa plötunni. Þeir gefa út plötur sínar sjálfir og eru ekkert að hika við það af hræðslu við að fara á hausinn. Motto þeirra er þetta reddast allt „Þeir fara bara varlega i sakirnar, byrja á plötum med fáum lögum og ætla smám saman að fjölga lögunum á plötunum.
Þeir segjast eiga meira en nóg efni til að fylla tveggja platna album svo að þeir ættu ekki að verða uppiskroppa með efni á næstunni. Önnur ástæða fyrir því að þeir gefa svona fá lög út í einu er að þeir vilja kynna hljómsveitina og um leið leggja meiri metnað i lögin.

Þannig er nýja platan þeirra,
Áfram veginn med meindýri maganum, fjögurra laga gripur.  Þeir sjá sjálfir um að semja lög sín en nokkur hafa vinir þeirra samið.

Þeir ætla í sumar að ferðast um landið og halda tónleika á sem flestum stödum, Til að geta einbeitt sér að tónlistinni hafa þeir hætt í fastri atvinnu, þar sem þeim fannst að þeir gætu ekki endalaust verið að biðja um frí, og ákváðu að lifa á tónlistinni næstu mánuði. Þeir vísa harðlega á bug öllum sögusögnum um það að þeir séu komnir á kaf i dóp og sukk og að þeir hafi verið reknir úr vinnu vegna óreglu. Þvert á móti segjast þeir sjaldan hafa unnið jafnmikið og undanfarið, farið jafnsnemma á fætur og jafnseint að sofa og samt aldrei verið jafahressir og nú.

Vegna fyrirhugaðrar ferðar um landið hafa þeir fest kaup á forláta langferðabil, svörtum, sem á stendur skýrt og greinilega SNIGLABANDIÐ svo að það ætti ekki að fara fram hjá neinum hverjir þar eru á ferð.

Þeir segjast stundum verða varir við það á tónleikum að fólk sé hálfhrætt við þá vegna þess að þeir tengjast Sniglunum og fólk virðist hæðast Snigla út af þvi að þeir ferðast um á mótorhjólum, íklæddir leðurfötum.
Staðreyndin er sú að það er alls konar fólk úr öllum stéttum í Sniglunum og þetta er alls ekki fólk sem einhver ástæða er til að hræðast.

Ef þeir eru beðnir um að benda á einhvern sérstakan punkt sem er góður í þessari spilamennsku þeirra segja þeir það vera ferðalögin, hvað þeir sjái mikið af landinu með þessu. Þar sem 2/6 hlutar bandsins búa á Akureyri hefur hinn hlutinn, 4/6, farið oftar til Akureyrar undanfarna mánuði en alla sína ævi. Þeir segja líka að náttúran og ferðalögin hafi mest áhrif á tónlist þeirra og það sé engin hljómsveit sem þeir hlusti, frekar á en aðrar.

Söngvari þessarar sveitar er, eins og áður sagði. Stefán Hilmarsson, eða gullbarkinn, eins og hann er stundum nefndur af félögum sínum.  Hann er sá eini af þeim sem er ekki Snigill. Hann er orðinn töluvert þekktur hér á landi fyrir ýmsum lögum, t.d í laginu „Við erum við“ á nýjustu plötu Sverris Stormskers og líka sem einn af Vormönnum Íslands. Félagar Stefáns í Sniglaband líta ekkert íllum augum þessi hliðarspor hans því þegar í honum heyrist er talað um hann sem söngvara Sniglabandsins og þess vegna er frekar hægt að flokka þessi spor Stefáns sem auglýsingu fyrir bandið. 

Sniglabandið kemur til með að vera alltaf til, að sögn þeirra félaga, þótt það taki sér kannski smáhlé inn á milli og sömu meðlimirnir verði ekki alltaf bandinu. Þeir sem eru í þvi núna ætla að vera þar eins lengi og þeir hafa gaman af þessu og liðs andinn er góður.

Þeir félagar eru miklir áhugamenn um íslenska tungu og tónlist og ætla að endurútsetja fleiri lög en Álfadansinn í framtíðinni, eða eins og þeir orða það sjálfir.
Við blásum i herlúðra til eflingar íslenskri menningu, hvorki meira né minna, og mættu sjálfsagt fleiri íslenskir tónlistarmenn taka þá félaga sér til fyrirmyndar i þessum efnum.

Vikan
9.7.1987