...

Framúrstefnulegt rafhjól á barmi framleiðslu.

Litlu Finnsku sprotafyrirtæki RMK Vehicles tilkynntu endurbyggingu á Verge mótorhjóli sínu á EICMA 2019 og um leið tilkynntu þeir nýtt nafn á fyrirtækinu, Nýja nafnið er Verge Motorcycles.
Fyrirtækið endurmótaði stefnu sína við framleiðslu á RMK E2 hjólunum yfir á TS framleiðslu líkansins og náðu þau þar með til áhugamanna um allan heim. Með því að gefa út breytingar á staðalbúnaði náðu þau einnig til íþróttaheimsins og þar með mögulega til nýra markaðs með því. Íþróttaheimurin gæti orðið til þess að framleiðslu hjólanna verði flýtt sem nemur mörgum mánuðum. Líkanið hélt ES eiginleikunum yfir í TS útfærsluna en það er það sem vakti hvað mestan áhuga íþróttaheimsins – Hönnun afturhjólsins og felgulaga mótor. Nú tekur Verge TS rafmagnshjólið í lokaumferð um líkönin og testin í hermum og akstursbrautum áður en framleiðsla fer fram.

Með 80 kW (107 hestafla) mótor og leiðandi tog upp á 735 lb-ft kemur það ekki á óvart að TS getur náð 0-60 mph hraða á undir 4 sekúndum. Það sem er töfrandi er að batterí rafhjólsins nær í hámarksdrægni innanbæjar umþaðbil 180 mílur en 120 mílur á þjóðveginum. Þær endurbyggingar og breytingar sem gerðar voru frá E2 yfir í TS og með breytingum á staðalbúnaði hjólsins stórbættist hraðhleðslutíminn einnig.

Þar sem afturhluti hjólsins er frekar léttur er mótorinn notaður sem bremsa á afturdekk sem kemur í veg fyrir að fótbremsupedainn sé á fótstigi eða að það sé tvöföld handbremsa á stýri. TS týpan er með tvenn fótstig, svokölluð framstig og afturstig svo ökumaður geti aðlagaða hjólið betur að sér og sínum hjólastíl. Þetta Finnska merki hefur einnig fullvissað væntanlega kaupendur að dekkjaskipti á hjólinu sé jafn auðveld og á hefðbundnum afturdekkjum á hjólum ef ekki auðveldari og sé gert með einföldu verkfæri.

Eðlilega byrjaði RMK Vehicles smátt, hjólið var hannað í heimastúdíói höfundar þess Teemu Saukkio og ætlar fyrirtækið enn í dag að halda sig við að hanna og framleiða hjólin e-motorcycle í Finlandi. Hjólin munu ekki verða ódýr eða í kringum 27,000 USD grunnverðið. 

Verge Motorcycles hefur nýlega opnað fyrir forpantanir á TS hjólunum gegn  2,158 USD skráningargjaldi svo nú er bara um að gera og vera fyrstur til þess að skrá sig, þess eða ef verðið er ekki að stoppa þig.

Þrátt fyrir að TS útgáfna hefur tekið miklum breytingum frá upphaflegu E2 verkefninu, á það samt enn nokkuð í að verða algengt á götum úti enn sem komið er.

Við hlökkum til að sjá framfarirnar í smíðum rafhjóla og vonandi verður ekki langt að bíða að við sjáum TS hjólin á ferð um landið.

Heimildir: Verge Motorcycles, Electrek

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.