Það var gríðalega sérstök tilfinning að standa á brún Dettifoss
og finna kraftinn. Og reyndar átti það við um alla
fossana sem við skoðuðum

Á ári hverju í júlímánuði fer ég og vinir mínir í mótorhjólaferð, bara svona út í buskann.  Góður og sterkur vinahópur sem hjólar mikið saman og höfum heimsótt m.a. Indland, Nýja Sjáland, Ástralíu, Ameríku, Írland, og England.

 

Síðustu fimm árin höfum við passað upp á hvern annan og keyrt í gegnum Víetnam, Chile, Argentína, Perú og Tyrkland og Ladakh hérað.  Frelsið á vegum úti og gleðin og ánægjan við þessi ferðalög í gegnum ókunn lönd er ólýsanleg lífsreynsla og hvetur okkur til að halda áfram þessum ferðamáta ár eftir ár og skilja hversdagleikann og okkar heittelskuðu eftir heima.

 

Að þessu sinni eftir miklar umræður ákvað hópurinn að fara í norðurátt alla leið að heimskautsbaug, til Íslands!

 

Þessi strjálbýla og fallega eldfjallaeyja er á miðjum Atlantshafshryggnum milli Evrópu og Ameríku og er landslagið þar einstakt og hrikalelega fjölbreytt með hraunbreiðum snævi þöktum fjöllum, heitum laugum, jöklum og ströndum með svörtum sandi.

 

 

Við vorum tíu sem fórum í þessa ferð, og hjólin sem við notuðum voru BMW 800cc og áttu að bera okkur hringveginn í kringum Ísland á 7 dögum.
Fararstjórinn okkar var íslenskur , Hjörtur, vinarlegur og pípureykjandi rólyndis þögla og sterka týpan.  En það er einmitt gaurinn sem þú vilt hafa með ef syrtir í álinn í ferðinni þ.e. til að redda ef bilar eða springur dekk.

 

 

Enginn dagur var eins, við vorum gapandi, yfir okkur hrifnir, þakklátir og áttum ekki orð yfir þessu stórkoslega landi.
Við sáum ótrulega vatnsmikla fossa, hrikaleg fjöll, rosalega skriðjökla, og svarta sanda. Skelltum okkur einnig í Hvalaskoðun og sáum Hnúfubaka við hliðina á okkur, ókum yfir grónar sveitir undir bláum himni, gegnum ískalda rigningu, gegnum eldfjallaösku, rykuga fjallvegi, þokulagða fjallvegi, og þegar ein dýrðin var að baki þá birtist abara önnur jafnvel enn fallegri, við vorum einfaldlega mállausir af undrun, þvílíkt land.
Stoppuðum í Sænautsseli í kakó og lummur,
Þetta fannst okkur magnaður staður.

 

Íslendingar eru hlýtt og gott fólk. Þeir tóku vel á móti okkur og við nutum gestrisni þeirra allstaðar og á borð voru boðnar hinar ýmsu kræsingar úr heimabyggðum , silungur og lax, hreindýrakjöt fyrir þá sem elska kjöt og jafnvel grænmetsæturnar í hópnum voru ánægðar því nóg var af öllu því heimamenn rækta allt, ber, grænmeti, og búa til osta í miklu úrvali,

 

Einn af hápunktum þess að vera á Íslandi var að á sama tíma og við vorum þar þá var þessi litla þjóð að keppa í Evrópumeistarmótinu í fótbolta og þannig smituðumst við af áhuganum þeirra og ósjálfrátt fórum við að halda með litla Íslandi í keppninni og ótrulegri vegferð þeirra og það sannfærði það mig í því að með ferðalögum og að hitta nýjar þjóðir getum við fundið samhug og opnað okkur gagnvart öðrum.
Er við flugu svo á brott frá Reykjavík horfði ég út um gluggann á sólbakað landið, þá óskaði ég þess að þetta stórkoslega bjarta land myndi aldrei líta dimman dag.   Takk fyrir Ísland fyrir að kenna mér svo margt í þessari ferð.

 

 

Þessi pínulitla þjóð er búið að sýna okkur það fordæmi hvernig búa á sér sitt eigið vistkerfi með sem minnstu jarðraski og skemmdum á landi en samt sem áður eru þeir með gott hagkerfi , menntakerfi og heiðbrigðiskerfi og fólki finnst amennt gott að búa á Íslandi.
— The writer, a avid biker, runs a chain of Mexican restaurants in Bengaluru.