Landsmót er einn skemmtilegasti viðburður Mótorhjólafólks haldinn árlega síðastliðin 37 ár á mismunandi stöðum um landið.

Upphaflega byrjaði þessi viðburður sem Landsmót Snigla en árið 2007 breyttist þetta í Landsmót bifhjólafólks og héldu hinu ýmsu bifhjólaklúbbar og einstaklingar mótin efir það.

En í ár er afmælis ár Bifhjólasamtaka lýðveldisins Sniglar því samtökin verða 40 ára.
Í tilefni þess þá halda Sniglar landsmótið í ár og verður það í Varmalandi í Borgarfirði.
4-7 júlí 2024.    Munið að taka þessi helgi frá því þetta verður geggjað hjólaár og geggjað mót.