Þetta listaverk sem stendur í Varmahlíð skammt frá Olísskálanum og heitir Fallið er til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa,
Það kaldhæðnislegt er að listaverkasmiðurinn sjálfur varð sjálfur ári síðar eitt af fórnarlömbum bifhjólaslysa.
Höfundurinn Heiðar Þ Jóhannsson snigill nr 10 oftast kallaður Heiddi var velþekktur mótorhjólamaður á Íslandi.
Listaverkið var sett upp árið 2005 í tilefni af 100 ára afmælishátið mótorhjólsins sem haldin var í Skagafirði. Þar var semsagt haldið upp á að mótorhjól voru búin að vera til á íslandi í 100 ár. Mótorhjólið var samt sem áður fundið upp löngu áður en bifreiðin en fyrsta mótorhjólið var smíðað 1885 og var það af Daimler Reitwagen gerð. Fjöldaframleiðsla mótorhjóla hófst samt ekki fyrr en 1894 en það er önnur saga.
Ári eftir að listaverkið var opinberað lést Heiðar í vélhjólaslysi í Öræfasveit. Mikil sorg greip samfélag mótorhjólamanna og var útförin haldin í Glerárkirkju á Akureyri og var það án vafa stærsta útför sem haldin hefur verið í Glerárkirkju og komust færri að en vildu og fylgdu yfir 200 mótorhjól Heiðari til grafar eftir útförina.
Heiðar hafði í mörg ár safnað mótorhjólum og hjóla tengdum munum og hafði lengi átt sér þann draum að opna mótorhjólasafn. Heiðar lét eftir sig vel á þriðja tug hjóla og mikið magn bifhjólatengdra hluta.
Haustið 2006 var svo stofnaður Mótorhjólaklúbburinn Tían á Akureyri Nafn klúbbsins Tían er út af því að Heiðar var snigill nr 10. Klúbburinn hefur síðan verið styrktaraðili Mótorhjólasafns Ísland sem var byggt næstu árin í nafni Heiðars og opnaði það 2011 og er starfrækt enn í dag á Akureyri.
Virkir Félagar Tíunnar 2024 voru 240 og er hægt að ganga í klúbbinn á vefsíðu Tíunnar www.tia.is/verslun Félagsgjöld í klúbbinn eru aðeins 5000kr á ári og fara 2000 kr af því beint til mótorhjólasafnsins sem styrkur.
Svo er líka hægt að styrkja safnið beint.
Viltu styrkja safnið? Frjáls framlög má leggja inn á reikning okkar
RNR: 0162-26-10026 Kt: 601207-2060