Þann 26 -29 júní nk. Verður Landsmót Bifhjólafólks og verður það haldið í Varmalandi í Borgarfirði.
Þetta er í annað sinn sem landsmót bifhjólafólks er haldið þar en 2024 héldu Sniglar þar 40 ára afmælismót sitt þar og heppnaðist það ágætlega.
Að þessu sinni tók mótorhjólaklúbburinn HD Club Iceland að sér að halda mótið en klúbburinn er einnig að halda upp á afmæli á sama tíma þ.e 20 ára afmæli klúbbsins.
Allir áhugasamir um mótorhjól eða mótorhjólamenningu eru velkomnir á mótið og það er ekki skylda að mæta á hjóli. þó auðlvitað þá sé það miklu meira töff að mæta á hjóli.
Landsmótið núna er 38 landsmótið en þau hafa verið haldin óslitið síðan 1987 og hafa aldrei fallið niður þrátt fyrir covidárin.
Hlökkum til að hitta ykkur þar í sumar. Viðburðurinn á Facebook