...

Já enn eitt árið er komið, og því fylgja alltaf einhveri fastir liðir, nú eins og að endurnýja félagsgjöldin í klúbbnum

Síðastliðin 2 ár prófuðum við að bjóða félagsmönnum að sleppa við kostnaðinn af því að vera að borga seðilgjöld sem er reyndar okkar beggja hagur því þetta eru einhverir hundraðkallar sem ættu frekar að vera í okkar veski en bankanna.   Þetta heppnaðist reyndar svo vel að helmingur félagsmanna borgaði félaggjöldin sín með millifærslu.  Og sluppu þar með við banka og seðilgjöld.

Við hækkum ekkert félagsgjaldið í Tíunni þó svo allt annað hækki.  En við reiknum með að senda út greiðsluseðlana í febrúar
Seðlarnir munu líka vera með einhvern eindaga en þeir munu samt sem áður hverfa úr netbönkum ykkar í byrjun júní þó auðvitað sé best að greiða þá til að þeir hverfi fyrr.  Engir vextir falla á greiðsluseðla þó þeir falli í eindaga hjá okkur.

Það er semsagt hægt með að greiða félagsgjöldin  5000kr  inn á 1187-26-200610    kt 591006-1850.

Athugið að 2000kr af félagsjöldum Tíunnar renna beint sem styrkur til Mótorhjólasafnsins svo hægt sé að halda uppbygginu þess áfram.

Stefnir í gott hjólaár , Landsmót er komið á legg hjóladagar pokerrun og stuð.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.