Timberled Gixxer
Þegar veturinn er sem harðastur hér norðanlands og allt á kafi í snjó þá dettur manni síst í hug að fara út á mótorhjólinu sínu.
Þetta hafa samt sem nokkrir gallharðir mótorhausar leyst með því að breyta mótorhjólinu í Vélsleða á einu skíði.
Upphaflega hugmyndin er erlend og er þekkt undir nafninu Timbersled, en í því felst er taka hjólin undan mótorhjólinu og setja undir beltabúnað í stað afturdekks og skíði í stað framdekks.
Fyrst var þetta gert á torfærumótorhjólum en nú hafa nokkrir galvaskir einstaklingar á Akureyri / Dalvík þróað búnaðinn og komið honum undir stór og öflug götuhjól.
Viðar Gunn er einn af þessum mótorhausum enda ekki langt að sækja það menntaður vélfræðingur og með endalausann áhuga á fjallaferðum á vélsleðum og mótorhjólum.
Endurhanna þurfti bremsurnar að því leyti að afturbremsudælan og diskur voru notuð áfram á öxli en tengingarnar voru færðar fram í stýri þannig að það sem áður var frambremsa mótorhjólsins er nú bremsan. Þetta er til þess að þegar allt er komið á kaf í snjó þá væri fótpetlabremsa til trafala og gæti fest á í fönninni.“
Það styttist í að önnur prufa verði gerð á þessu tryllitæki og það verður gaman að fylgjast með þessum köllum í vetur.
Myndband 1 af græjunni prufuakstur
Myndband 2 af græjunni Prufuakstur
myndband 3 í brekkum hægt að fletta á milli myndbanda.
Grein : www.tian.is (2019)
myndir af facebooksíðu
Viðars Gunn