Félagarnir og leikararnir Charley Boorman og Evan McGregor ætla enn og aftur að mæta á skjáinn í nýrri 10. þátta mótorhjólaferðaseríu á næstunni.
Evan er vel þekktur leikari td. sem Oby Wan Kenoby í (Starwars“ en Charley sem einnig er leikari og sjónvarpsmaður er minna þekktur hér á klakanum allavega. Þeir hafa áður gefið út allavega þrjár aðrar mótorhjólaseríur þar sem þeir ferðast um heiminn eins og Long Way Around (umhverfis jörðina) Long way Down (niður evrópu og Afríku) og long Way Up Þar sem þeir fóru á Rafmagns Harleyjum upp Suðurameríku og upp Norðurameríku.
Nú munu .þættirnir heita „Long way home“
Er ætlunin að fara lengri leiðina frá heimili Evans í Skotlandi heim til Charleys í Englandi. „Ok það er ekki langt“. En jú þeir ætla ekki beina leið.
Þeir ætla nefnilega að taka ferjuna yfir til Noregs frá Skotlandi, og aka Skandinavíu til Nord Cape og svo niður Finnland og svo austurevrópu gegnum 15 löndog svo aftur heim til Englands c.a 11000km ferð.
Ökutækin að þessu sinni verða uppgerður Motoguzzi og BMW
Hægt er að finna allar seríurnar þeirra á Apple TV tv.apple.com
En þess má geta það eru 20 ár síðan þeir byrjuðu Long way around ferðina.