...

Hilmar Lúthersson lést að morgni fimmtudagsins 20. febrúar, 86 ára að aldri. Hilmar lést eftir stutta sjúkdómslegu en hann greindist með krabbamein í lungum fyrir stuttu. Hilmar er einn af stofnfélögum Bifhjólasamtaka Lýðveldisins en var auk þess félagsmaður í mörgum öðrum mótorhjólaklúbbum eins og til dæmis Göflurum, Gamlingjum, Þverhausum og Drullusokkum.

Hilmar fæddist 26. ágúst 1938 og hefur því séð tímana tvenna. Fyrstu skellinöðruna sína keypti hann aðeins tólf ára gamall árið 1950 og fyrsta stóra mótorhjólið eignaðist hann vorið 1956 en það var Ariel 500. Hilmar var mikill áhugamaður um gömul mótorhjól og gerði þau upp á færibandi allt fram undir það síðasta. Eftir hann liggja mörg listaverkin og skipta gripirnir nálægt hundraði enda var hann afkastamikill og undrafljótur að koma þeim aftur í upprunalegt horf. Hilmar gerði þau ekki einungis upp, heldur notaði þau líka og var duglegur að hjóla þeim þar til á síðasta ári. Hilmar varð líka Íslandsmeistari í kvartmílu tvö ár í röð, 1985-6.

Félagar hans í Bifhjólasamtökum Lýðveldisins senda ættingjum hans og vinum hugheilar samúðarkveðjur, en útför Hilmars mun fara fram föstudaginn 7. mars kl 13:00. Nánar verður tilkynnt um tilhögun hennar þegar nær dregur.

Fengið af Vef Snigla , www.sniglar.is

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.