...

Það tók á móti okkur frábært veður hér norðan heiða á sumardaginn fyrsta og skein sól í heiði.

Tíufélagar og aðrir mótorhjólamenn mættu á Ráðhústorg rétt fyrir hádegið og var mæting býsna góð.

Listaverkið sjálft er til minningar um fallna bifhjólamenn á Íslandi og smíðaði Heiðar Þ Jóhannson sniglill nr #10 verkið. Minnismerkið var hugmynd Hjartar Líklegs sem átti hugmyndina af 100 ára afmæli mótorhjólsins og í undirbúningsferli af hátíðinni kom þessi hugmynd af minnismerkinu og bað hann Heiðar að gera verkið, Baldur múrara á Króknum að steypa stöpulinn undir verkið og Torfa Hjálmarsson Gullsmið að grafa áletrunina á plötuna.    Svo var það Díana Hermannsdóttir sem var í stjórn Snigla sem sannfærði stjórnina um ágæti þess að gefa þetta verk til allra mótorhjólamanna á Íslandi. en Hjörtur hafði þá reynt mikið að fá  Eimskip, Samskip og Búnaðarbankann sem var mjög nálægt því að borga verkið, en þá hefði það staðið hinummegin við verslunarmiðnstöðina þar sem Búnaðarbankinn var í Sunnuhlíð á Akureyri, en svo kom einhver snillingur inn í viðræðurnar og sagði að mjög líklegt væri að þessu bankaútibúi yrði lokað fljótlega sem varð raunin.

  Nú átti að fara í mótorhjólaferð!

Varmahlíð var áfangastaðurinn þennan daginn, því þar stóð til að safnast saman við minnismerkið „Fallið“  sem var sett upp árið  2005 í tilefni af 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi.

Alvöru heimabakað að hætti Kvenfélagsins í Lýtingstaðahrepp

Klukkustund eftir að farið var frá Akureyri mætti þessi vaski mótorhjólahópur í Varmahlíð og stillti hjólunum sínum upp.  Fleiri mótorhjól bar svo að úr öðrum áttum, nokkur frá Reykjavík og svo komu Smaladrengir frá Sauðárkrók  vopnaðir prestinum á Hólum í Hjaltadal.  Séra Gísla Gunnarssonar sem lagði bæn sína yfir okkur hjólafólkið við minnismerkið og minntumst við fallinna mótorhjólamanna.
Alls voru 65 mótorhjól á svæðinu og líklega um 100 manns

 

 

 

Hópurinn á Akureyri

Eftir athöfnina  græjuðu allir sig á hjólin og fóru flestir inn á Steinstaði þar sem Kvennfélag Lýtingstaðahrepps stóð fyrir kökuveislu og kórsöng í Árgarði og heppnaðist sú veisla feyki vel.

Eftir kökuveisluna héldu flestir til sín heima og fóru margir lengri leiðina til Akureyrar þ.e. Siglufjarðarleiðna en aðrir tóku Öxnadalsheiðna.

Frábær dagur. Takk fyrir okkur.                                   Myndir frá deginum

Relife video af ferðinni

 

 

 

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.