Skoðunarvika Tékklands hefst á mánudaginn 12 maí og verður til 16 maí og það er 40% afsláttur af aðalskoðun..
Á Fimmtudaginn 15 maí verður Minningakeyrsla v. afmælis Heidda.
Hittumst upp í Akureyrarkirkjugarði kl. 16.30. Lagt af stað kl. 17.00. Vöfflukaffi í boði Tíunnar niður á Mótorhjólasafni eftir keyrslu.
kl 19 sama dag þann 15 maí verður Aukaaðalfundur Tíunnar.! Bara greiddir Tíufélagar hafa atkvæðisrétt.
17.maí verður svo Vorfagnaður Snigla og Tíunnar upp á Bílaklúbb Akureyrar milli kl 14 -16
- Samgöngustofa verður með erindi,
- Eydís Sigurgeirsdóttir, bráðatæknir hjá Slökkviliðinu á Akureyri verður með fyrirlestur um hvernig bregðast skal við ef komið er að mótorhjólaslysi.
- Hólmgeir Þorsteinsson kemur fyrir hönd Sjóvá með kynningu á tryggingum á mótorhjólum,slysatryggingum ökumanna og farþega, einnig verður farið yfir tryggingar á hjólum þegar ferðast á mótorhjólum erlendis.
Brautin verður opin til æfinga en ökukennarar munu stilla upp keilum svo hægt sé að æfa sig í beygjum og bremsum en gott er að hrista úr sér hrollinn eftir veturinn
Boðið verður upp á léttar veitingar
Boðið verður upp á léttar veitingar
kl 19:00 Tíupartí á Mótorhjólasafninu.
Að kvöldi 17 maí verður partí á Mótorhjólasafninu.
allir bikerar og viðhengi velkomin og höfum gaman.Viðburður.
DJ grill verður með 10% afslátt fyrir bifhjólafólk alla helgina
ATH Þessi viðburðir er fyrir allt mótorhjólafólk!