Um síðastliðna helgi fengum góðan gest í heimsókn.
Justin De Moulin frá The Motorcycle channel. Hann ætlar að gera þátt um safnið og mótorhjól á Íslandi.
Tók m.a. viðtal við Tómas frá safninu og Njál Gunnlaugs. Eitt var það sem hann óskaði eftir ef hægt væri, taka rúnt með heimamönnum. Ride with the locals.
Skemmst frá að segja að í kvöld fórum við á 15 hjólum flottann túr austur í Mývatnssveit. með viðkomu við Goðafoss, Sel hótel, Grjótagjá og Laxárvirkjun.
Þökkum þáttakendum kærlega fyrir skemmtunina. Justin og konan hans Jerri voru í skýjunum með ferðina,
Sendum slóð á rásina þegar efnið kemur þar.