Tían sló upp veislu í Kjarnaskógi í dag þar sem sem gestum og gangandi var boðið upp á hamborgara og drykk.
Og að sjálfsögðu voru sykurpúðar í eftirrétt.
Eins og sjá má á myndum þá var veðrið heldur betur með okkur í liði. Glampandi sól og hiti yfir 20 gráður. Um 80 manns af öllum stærðum og gerðum mættu og gæddu sér á mat og drykk.
Takk fyrir komuna.
Stjórn tíunnar
Stjórn tíunnar