Mótorhjólaferðin mín. 1. áfangi.
Fyrsti áfangi var að koma sér út til Billund í Dk. Þar sem Óli bróðir og
Stefania tóku á móti mér. Gisti fyrstu 2 næturnar hjá þeim í góðu yfirlæti en Gullvængurinn var þar í geymslu.
Notaði fyrsta daginn til að þrífa hjólið, pakka og hlaða í og á hjólið svo allt væri klárt til að bruna af stað kl.8 morguninn eftir suður Jótland og hitta Siggu (
Sigríður ) en hún var komin til vinafólks síns Áka og Kötu syðst á Jótlandi.
Ætlum við Sigga að fara í samfloti á Goldwing mót í Luxemburg með viðkomu í mótorhjólabúð í Hollandi

2 daga ferð ca. 11 tíma keyrsla.
Verður gott að fara á fyrsta GW mótið í samfylgd reynslubolta eins og Siggu, en hún er búin að þræða Goldwing mót um alla Evrópu síðan í apríl

Spenntur fyrir morgundeginum, verður gott að komast á Vænginn aftur.
______________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín. 2. áfangi.
Fór frá Óla bróðir í morgun snemma og hitti Siggu Ben (
Sigríður) hjá Áka og Kötu. Héldum sem leið lá niður Jótland til Þýskalands, fram hjá Hamborg með tilheyrandi umferðateppum og til Bremen.
20°hiti í DK þegar ég fór af stað en fór í 29° þegar við komum til Þýskalands Fórum þar í Louis mótorhjólabúð í Bremen og pöntuðum okkur gistingu þar rétt fyŕir utan.
Mótorhjólaferðin mín. 3. áfangi. (Six Center)
________________________________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 4. áfangi.
Síðustu 2 daga var ég á Goldwing mótinu í Luxemburg. Fyrri dagin fórum við Sigga (
Sigríður Benediktsdóttir ) og skoðuðum okkur aðeins um í nágreninu og verð ég að segja að Luxemburg er eitthvert fallegasta og snyrtilegasta land sem ég hef komið til og einstaklega gaman að bruna þar um á mótorhjóli, hlykkjóttir vegir í einstaklega fallegu umhverfi.

Áttum skemmtilega kvöldstund í partý tjaldinu þar sem Sigga kynnti mig fyrir fólki af hinum ýmsu þjóðernum.

-
-
Ekki gott fyrir stóra stirða kalla að vera í dverga tjaldi 😀
-
-
Gamall og góður
-
-
Þetta var sá skrautlegasti, með hundinn í kjöltu sér og baðkar á vagni í eftirdragi 😜🤪 nokkrar myndir af honum.
-
-
Sigga
-
-
Mikið af þríhjólum af ymsum gerðum, einnig hjólum með hliðarvagn eða kerrur.
-
-
Kastali
-
-
Þessi var flottur í hliðarvagninum með Spiderman hjálminn sinn.
-
-
Kastali
Laugardagurinn fór í slökun og rölta um og skoða Gullvængi af ýmsu tagi og útfærslum. Set texta við myndirnar. Seinnipartin ákváðum við 4, þ.e. ég, Sigga og 2 Norðmenn að pakka saman og keyra eitthvað stutt í gistingu eftir slúttið um kvöldið því það spáði rigningu morguninn eftir og ekki gaman að taka saman og ganga frá tjöldum í rigningu. En við ætlum öll af stað morguninn eftir og þá skilja leiðir. Norðmaðurinn Stein sá um að finna gistingu á skikkanlegu verði og gerði það svo sannarlega, sagðis hafa fundið litla bústaði þar sem við hefðum öll sér herbergi. Reindust vera smá kofar sem voru ekkert nema rúmið en bara fyndið og akemmtilegt. Þú hoppar bara inn um hurðina beint upp í rúm
Jæja þarf að fara að skoða kort og ákveða hvert ég stefni á morgun 
______________________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 5. áfangi.
Smá skrítið að fara af stað í morgun einn og kveðja ferðafélagana mína kæru vinkonu
Sigríður Benediktsdóttir sem var að stefna heim og Norðmennina
Stein Kvamme og
Nils Magne Røv sem við vorum búin að vera með um helgina og hjóluðu með okkur í fyrstu gistingu eftir mótið.
En nú skildu leiðir, Sigga og Stein fóru i samfylgd til Hirtshals þar sem hann átti bókað með feju til Noregs en Sigga með Norænu til Íslands. Nils ætlaði að hjola norður á bóginn í Mósel dalinn en ég tók stefnuna í suðaustur á Króatiu sem er 1.700 km. ca og allavega 3 daga túr.
Vel gekk í dag og rúllaði ég 630km. og er kominn í gistingu í fjallahóteli í Þýskalandi nálægt Áusturríki, ægifagrar sveitir og bæir allt um kring
Byrjaði í súld og rigningarúða og. 14-16° hita en eftir tæpa 2 tíma birti til og var sól og 23-25° hiti það sem eftir var dags.
Stundum vakna ég hér á morgnana og hugsa“ Hvern fjandan er ég að gera, væri ekki nær að vera bara heima í rólegheitum og spila bara golf eða eitthvað, eins og flestir á mínum aldri.En ekki að kúldrast í tjaldi og hjóla á mótorhjóli uppí 6-10 tíma á dag“
En bara stundum, svo fer ég af stað og þá kemur þessi tilfinning, ahhhhh hvílík sæla og hvílíkt frelsi, þá gleymast allir bakþankar.
Stefnan á morgun er tekin í gegnum Austurríki og helst að enda við Bled vatn í Slóveníu annað kvöld.
Jæja sofa í hausinn á sér, ekki veitir af hvíldinni. Góða nótt allir sem nenna að lesa

______________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 6. áfangi.
Fór frá fjallahótelinu í Þýskalandi snemma í morgun og stefnan tekin á Slóveníu.
Hitinn fór mest í 27° á landamærum Austurríkis og Slóveníu. Svakalega fallegt að hjola Austurísku fjallvegina og í gegnum þessi fallegu fjallaþorp.
Mikið af Harley Davidson hjólum á ferðinni, sennilega treffen (mót) einhverstaðar. Þegar ég fór af stað frá hótelinu og í gegnum þorpin um 9 leitið um morgunin voru allar búðir og veitingastaðir lokaðir nema HD búð sem ég fann í einhverju smáþorpi hún var opin svo eg kíkti við, en þeir höfðu ekki mikin áhuga á að tala við mig, sennilega ekki á rétta hjólinu eða með rétta lookið

Ákvað að stoppa á leiðinni og panta gistingu í 2 nætur í Bled í slóveníu, fara svo á morgun og hjóla í kringum Bled vatn sem er talið eitt það fallegasta í Evrópu og kíkja á Bled kastalann.
-
-
Dagleiðin frá Þýskalandi í gegnum Austurríki til Slóveníu.
-
-
HD Trike
-
-
Bongó blíða
-
-
Fjallahótelið í Þýskalandi sem Booking.com bókaði mig í þó það væri lokað. En hjónin sem reka það voru hið almennilegasta fólk og leifðu mér að gista 🥰
-
-
Bensínstöð í Austurríki. Mörg HD hjól á ferðinni. HD fylgir tískunni og málar gólftusku grátt. Annars var þessi frá Tyrklandi.
-
-
Voru allveg til falleg hjól.Alltaf verið pínu svag fyrir þessum.
Kom til Bled seinni partinn, hafði þá farið tæpa 500km. og fór blessaður GPSinn með mig mestmegnis sveitavegi sem var skemmtilegt en seinlegt.
Nú segir daman í lobbýinu mér að það eigi að mígrigna allan morgundaginn

Þannig að ég er búinn að setja ábreiðuna yfir hjólið og kanski verður morgundagurinn bara hvíldardagur

það kemur í ljós. Sit hérna á þessum fína veitingastað við hliðina á hótelinu og sötra Jack í kók. Talinn rosa góður pizza staður, kanski ég prófi

Verið góð við hvort annað elskurnar, lífið er núna

__________________________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, hvíldardagur.
Úrhellisrigning hér í Slóveníu í dag þannig að ég hjólaði ekkert, tók bara hvíldardag.
Fjárfesti mér i regnhlíf, heilar 5 evrur

svo ég gæti labbað um bæinn.
Er í raun í litlum bæ sem heitir Lesce allveg við hliðina á Bled. Fór í laundromat og þvoði þvott, skrapp í Tailenskt nudd (ekki veitti af) og rölti um bæinn og tók myndir eins og hver annar túristi á milli þess sem ég settist inná kaffihús og fékk mér kaffibolla. Meira segja fékk mér síestu um miðjan daginn og lagði mig.
En spáin er þokkaleg fyrir morgundagin og ætla ég þá að fara skoðunarferð að Bled vatni og kastalnum.
Búin að pakka öllu þannig að ég geti hent á hjólið og farið snemma af stað. Læt með nokkrar myndir af deginum og af þessum fallega bæ og umhverfi.
_____________________________________________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 7. áfangi.
Spáin var frekar leiðinleg fyrir daginn í dag þannig að eg ákvað að vera 1 nótt í viðbót hér í Slóveníu, ætlaði alls ekki að fara áfram án þess að skoða Bled vatnið, kastalann og nánasta umhvefi.
Rættist úr veðrinu um 11 leytið í morgun þannig að ég dreif mig af stað. Magnað svæði að skoða, fegurðin mikil hvert sem litið var og hitinn fór í 24°.

Set hérna inn töluvert af myndum frá Bled vatni og umhverfi

Rosalega mikið af hjólum á ferðinni og sérlega mikið af Harley Davidson og mest Ultra Glide einnig náttúrulega mjög mikið af BMW ferðahjólum, stórir hópar að ferðast saman

Sá þó nokkra Gullvængi

Ákvað að nú skildi ekki etið úr malpokanum, kominn tími á alvöru prótein. Fann finann veitingastað í gamla bænum hérna og pantaði Ribeye steik medium rare, hun var nú nær rare en það gerði ekkert til villimaðuriin í mer afgreiddi hana með bestu list og gott rauðvín með. 1 glas af góðu whiskey toppaði daginn.

Leyfði þessum líka bráðfallega geitung að gæða sér á leifunum.

Má geta þess að 2 stórir bjórar, Ribeye steik, rauðvínsglas og 2 whiskey glös (já þau urðu 2) kostaði 45 evrur

Rólegheit í kvöld og undirbúningur fyrir áframhaldandi ferðalag á morgun.
Búinn að mæla mér mót við
Ivan Furdek Króata sem var að vinna hjá okkur við Vaðlaheiðagöngin, einn af nokkrum sem ég hef haldið sambandi við. En þá er að gera klárt fyrir morgundaginn.
Munið elskurnar að við erum alls konar, engin tvö okkar eins.
Látum ekki forpokaða þröngsýnispúka telja okkur trú um annað.

Hafið það sem allra best

Mótorhjolaferðin mín 8. áfangi.
Fór frá Bled í Slóveníu snemma í morgun og stefnan tekin á Duga Resa í Króatíu, þer sem vinur minn
Ivan Furdek býr og var búinn að bjóða mér heim.
Ekki var ferðin þangað allveg áfallalaus, fór GPSinn 3 sinnum með þig ranga leið og þegar ég áttaði mig á því reyndi ég að snúa við með því að fara út í möl og taka U beigju en tókst ekki betur en svo að ég missti Vænginn á hliðina við veginn. En ekkert alvarlegt, lak bara á hliðina og ekkert skemmdist en mikið asskoti var þungt að reisa hann við með öllum farangrinum

Komst heim til Ivans áfallalaust að öðru leiti.
Þar voru móttökurnar eins og best gerist, fór ég með honum, konu hans og börnum á sælureit sem þau eiga 5 mín að heiman við lygna á. Þar var grillað alls konar góðgæti, setið og spjllað fram í myrkur. (Sjá myndir og texta).
Þau gátu ekki hugsað sér að ég svæfi á dýnu á golfinu hjá þeim, þannig að áður en ég fékk rönd við reist voru þau búin að semja við lítið hótel hinum megin við götuna.
Og þar sit ég nú og skrifa þetta.
Mótorhjólaferðin mín, víngerðardagur.
Tók daginn snemma og fór með
Ivan Furdek vini mínum upp í hlíðarnar fyrir ofan Duga Resa í Króatíu þar sem pabbi hanns býr og stundar vín búskap.

Þrúgurnar eru flottar
Ræktar hann þrúgur bæði rauðar (Pinot noir) og ljósar. Í dag var verið að tína rauðu þrúgurnar i snarbröttum hlíðum fyrir ofan húsið.
Allt tínt á höndum í fötur og borið niður í kjallarann þar sem þrúgurnar eru hakkaðar í stórri handsnúinni hakkavél og rífur hún einnig stilkana af og skilur frá.
Sá gamli leit á mig smá stund, (hann náði mér í handakrika) og ákvað að best væri að láta mig snúa hakkavélinni, sem ég gerði af mikilli samviskusemi þar til yfir lauk.

En hann var þó alltaf að segja mér að taka pásu og fá mér spritzer sem þeir drukku í ómældu, en það er frekar þurrt hvítvín blandað með köldu sódavatni og hinn fínasti svaladrykkur

Mjög gaman var að taka þátt í þessu og lærdómsríkt.
Seinna um daginn fórum við Ivan og gengum um gamla miðbæinn í Karlovac sem hafði verið rammgert virki og á mikla sögu. Þar settumst við niður á kaffihúsi og hittum annan Króata sem hafði unnið við Vaðlaheiðagöngin, hann
Milan Žakula sem var yfir steypugenginu sem kom í restina og steypti vegskálana. Áttum við skemmtilegt spjall þarna saman.

Fórum við Ivan svo á flottann veitingastað um kvöldið þar sem við sátum allveg á arbakkanum. Takk fyrir kæri Ivan Furdek og fjölskylda

En nú er að plana áframhaldandi ferðalag suður til Zadar, kanski ég fari bara strandveginn með Adria hafinu þó það sé helmingi lengra, ekki svo nauið.
Þar er hann
Marteinn Jensen gamli vinur og er hann með íbúð og mótorhjól þar og ætlar að hjóla á móti mér á morgun.
Hlakka til að hitta hann og stoppa eitthvað hjá honum

______________________________
Framhald við þessa grein næstu daga,………………