Frábær dagur að baki þar sem við héldum dýrindis kótilettudag á Sjómannastofunni Vör til styrktar Endó samtökunum.
Fengum rúmlega 200 gesti í mat!!

Menn komu meira að segja sérferð af Norðurlandinu og frá Vestmannaeyjum
Erum svo þakklát fyrir þennann stuðning og velvilja.
Kærar þakkir allir sem mættu og sömuleiðis þau sem gerðu okkur þetta kleift.
Má þar nefna Vilhjálmur Lárusson vertinn á Sjómannastofunni sem að riggaði þessu upp með miklum sóma. Svo Hérastubbur bakarí sem gaf okkur fullt af nýsteiktum kleinum með kaffinu. Og svo Góa fyrir hraunbitana.

Það hefur verið árvisst hjá okkur að halda kótilettudag, Villi verður með lambakótilettuhlaðborð frá 12:00 til 20:00 og vonumst við eftir að flestir ef ekki allir mótorhjólamenn og -konur fái sér túr til Grindavíkur, hitti okkur, fái sér gott í kroppinn og láti gott af sér leiða. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, ekki bara mótorhjólafólk. Það halda margir að ToyRun sé bara fyrir mótorhjólafólk, því fer víðsfjarri, þetta er fyrir alla sem vilja láta gott af sér leiða í góðgerðarstarfsemi,“

Kærar þakkir þið öll. Þið eruð frábær❤️

kv Gylfi Haukson