Aðalfundur Tíunnar Bifhjólaklúbs Norðuramts verður laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 á Mótorhjólasafninu á Akureyri (Tíu herberginu )

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning  nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Stjórn
Stjórn klúbbsins skipa sjö menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi auk tveggja meðstjórnenda.
Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi, til tveggja ára í senn sem hér segir:  Annað árið skulu fjórir stjórnarmenn kosnir, en þrír hitt árið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og skal því lokið eigi síðar en tveimur vikum eftir aðalfund.
Í allar fastar nefndir skal kjósa á aðalfundi. Ennfremur skal skipa tvo skoðunarmenn reikninga.
Öllum löggildum meðlimum klúbbsins, er heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu.
Framboðum til stjórnarsetu skal skilað inn til stjórnar í síðasta lagi á aðalfundi.

Ef ekkert mótframboð kemur við sitjandi stjórn, telst hún sjálfkjörin.

9. Slit.
Klúbburinn verður aðeins leystur upp á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta fullgildra félaga.
Leysist klúbburinn upp, ganga allar eignir klúbbsins til Mótorhjólasafns Íslands.

„Úr Lögum Tíunnar“

 

Aðalfundarboðið á Facebook

Óskað er eftir framboðum í stjórn. 
tian@tia.is