...

Trausti Guðmundsson og Bjarkey Björnsdóttir eru búsett í Noregi en þau komust í hann krappann í sumarfríjinu

Hér facebook færsla frá Trausta.

 

Þá er sumarfríinu í ár að ljúka, og alltaf finnst manni það aðeins of stutt.

Að venju fórum við Bjarkey í mótorhjólaferðalag sem varð dálítið halaklippt… útafdottlu.

Við keyrðum til Oslo og sáum næst síðustu stafkyrkjuna á listanum, þaðan suður eftir Svíþjóð með góðu viðgerðarstoppi fyrir utan Biltema í Trollhättan en þar náðum við að plata hjólið hennar Eyju aðeins, það var orðið ljóslaust, beintengdum aðalljósin með gamaldags rofa, auðvelt að gleyma að slökkva ljósin semsagt 💡
Fengum sms að kveldi í Varberg að ferjuferð yfir Eystrasalt morguninn eftir var aflýst, nýtt plan – keyrðum yfir Eyrarsunds brú til Danmerkur og fundum okkur tjaldstæði í Stubbekøbing á Sjálandi, þar ætluðum við að skoða flott mótorhjólasafn, en það var að sjálfsögðu lokað og ”opnar á morgun”

Þaðan fórum við með ferju til Rostock og gistum á þýskri eyju sem heitir Rügen.
Dóluðum svo sikk sakk til Stettin í Póllandi og fundum okkur gistingu á sjoppulegu vegahóteli í Kostrzyn.


Næst vorum við tvær nætur í smá afslöppun í Legnica, og fórum þaðan að skoða Vang stafkirkjuna sem var síðasta kirkjan á listanum.
Mission accomplished. 29 original upphaflegar stafkirkjur skoðaðar.

Stoppuðum næst í Wroclaw og skoðuðum lítið mótorhjóla og bílasafn þar, áfram eftir hlykkjóttum sveitavegum í suð-austur eftir sléttum Póllands í átt til Tatra fjallana og fundum fína gistingu á sveitahóteli.

Beinakirkjan


Næsta stopp var í fjallaþorpinu Zakopane og fórum þaðan frábærar fjallaleiðir austur fyrir Tatra fjöllin og suður til Slovakíu, keyrðum í gegnum frekar skuggalegt sígaunaþorp á leið á gistihúsið, og leist nú ekki sérlega vel ekki á blikuna, en gistihúsið var langt úti í sveit og allt fékk að vera í friði.

 

 


Þaðan héldum svo áfram hringinn um Tatrafjöllin í frábæru landslagi og vesturúr til Bytča og áleiðis til Tékklands.

Næsta stopp var í Jičín í Tékklandi og þar ákváðum við að vera í tvær nætur.

KTM hjólið er ílla farið eftir brunann og líklega borgar sig ekki að gera við það.

Fórum í dagsferð að skoða kirkju sem skreytt var með þúsundum mannabeina, eins skrítið og það er. Þaðan ætluðum við að skoða smá túrista eitthvað og allskonar, en á leiðinni tók að rjúka úr hjólinu mínu og eftir að ég náði að komast af veginum og taka farangurinn af því byrjaði allt drallið að brenna. Vegfarandi tæmdi slökkvitækið sitt og náði að slökkva eldinn.
Hjólið ónýtt og við strandaglópar með eitt mótorhjól í lítilli borg, og við höfðum áætlað að taka eina viku í það að koma okkur heim eftir hlykkjóttum sveitavegum.
Það endaði með að kaupa ferðatösku og flugmiða fyrir Eyju frá Prag, hlaða á V-Strominn eins og hægt var og svo leggja af stað hjólandi.

Eyja lenti í leigubílstjóra sem var ættaður frá helvíti, svo kom seinkun á flugið, fleiri millilendingar og gisting í Oslo og allskonar brasi á leið heim.
Ég brunaði eins og leið lá til Kolding í Danmörku og gisti þar, og daginn eftir lá leiðin til Hirtshals, ferja til Kristianssand og þaðan heim til Stavanger.
Það var frekar þreyttur kall sem kom heim úr þessum langa og stranga hjólatúr, lítið stoppað á heimleiðinni nema bara til að kaupa bensín og borða eitthvað smá.
Annars er búið að vera gott að vera heima í fríi, smíða og brasa allskonar, fá góða gesti og lífið er ljúft.

Trausti Gudmundsson

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.