Ástmar Sigurjónsson er vélstjóri og þúsundþjalasmiður á Sauðárkróki.
Hann er mikill áhugamaður um mótorhjól m.a og fékk ég leyfi hjá honum til að sýna ykkur hvað hann var að dunda í skúrnum hjá sér fyrir rúmum áratug síðan.

Sagan byrjar á kaupum á hjóli árið 2002 , Honda CBR1000F sem var algerlega í pörtum.
myndirnar segja meira en mörg orð…   en það var hafist handa við samsetningu.

Því miður endaði þessi saga með stóru krassi á brú milli Blöndós og Skagastrandar og varð það Ástmar það til lífs að farþegi bíl sem kom þar að var sjúkraflutningamaður frá Sauðárkróki og blés hann lífi í Ástmar á slystað.

,,Já sko, eftir að ég krassaði gaf ég Óla Axel á Skagaströnd hjólið, sem gaf Gumma bróður sínum það, sem gaf fyrrum Skagstrending Erling Ottós það, sem svo aftur gaf Sigurði fyrrum bekkjarbróður mínum það, sem gaf mér það svo aftur þegar ég sagði honum hvað ég var að spá!
Þegar ég fór frá Sigga með hjólið sagði ég við hann það sama og Óli Axel sagði við mig: „Ég veit að það er ekki þungt í vasa, en þakka þér fyrir“

Þá hófst annar kafli í sögu hjólsins.

Ástmar byrjaði að smíða……..

 

 

Gríðarleg vinna liggur að baki þessari smíði ,,og er ekki hægt að segja annað en að græjan er hrikalega vígaleg.

Hjólið hefur verið á götunni undanfarin tíu ár og höfum við sem höfum farið á landsmót Bifhjólamanna oft séð hjólið þar, en oftast er hann með eitthvað í eftirdragi, því það er komin dráttarkúla á gripinn.

Samkvæmt Ástmar er núna verið að endurbæta gripinn, því hondu 1000cc mótorinn er farinn úr og er verið að setja Suzuki 1300 hayjabusa mótor í hjólið.

Meira af myndum af samsetningunni eru í í eftirfarandi slóðum á facebook síðu Ástmars.

mappa 1

mappa 2

Með Vélsleða í eftirdragi

Dráttarkláfarnir frá Sauðárkrók