Þegar þú ert alveg nýkominn úr mótorhjóla prófinu og ferð að velta fyrir þér hvaða hjól og eða hvernig hjól þú ætlar þér að hjóla á í sumar.
Þú ert samt á byrjunar reit og átt eftir að fá þér hjálm, vettlinga, galla og allt annað sem þarf EN þú ert samt mest að hugsa um hjólið og hvað fjárhagurinn er teygjanlegur.

Hvaða tegund hentar þinni líkamsbyggingu?
Hvaða týpa er öruggust?

Það er neflega aragrúi hjóla sem hægt er að velja úr og hér neðar förum við aðeins í hvað reyndir menn hafa bent á að gott er að hafa í huga. Við ætlum ekki að velja fyrir þig né segja hvað þinn fjárhagur er teygjanlegur heldur bara benda á nokkra punkta sem gott er að hafa á bakvið eyrað.

Hver er tilgangurinn með mótorhjólinu?
Áður en þú ferð að velta fyrir þér hvaða tegund þú sérð þig fyrir þér á, hvaða litur færi þér eða eitthvað annað dýpra þá er gott að hugsa út í hver er tilgangurinn með hjólinu. Er það frelsið? Er það félagsskapurinn? Er það ánægja að geta hent sér ut úr bænum um helgar? Eða er það kannski bara blanda af þessu öllu?

Hvernig þú ætlar þér að nota hjólið ætti að vera eitt af aðal viðmiðunum um hvaða hjól hentar þér og þínum þörfum.

Hvað þarft þú mikinn kraft?
Þegar þú hefur áttað þig á tegund hjólsins að þá er hægt að spá í kraftinn, Hér á landi erum við með fjórskipt hjólapróf og ferð valið auðvitað eftir því hvað þú mátt leifa þér í vélarsærð miðað við skírteinið.

AM – Létt bifhjól. Skellinöðrur og vespur að hámarki 50cc með aldurstakmarkinu 15ára

A1 – Lítið bifhjól. Vélaraflið má ekki fara yfir 11kw eða 125cc með aldurstakmarkinu 17ára

A2 – Bifhjól. Vélaraflið má ekki fara yfir 35kw með aldurstakmarkinu 19 ára

A – Þungt bifhjól. Vélaraflið og þyngd er ekki mælt, með aldurstakmarkinu 24 ára

Þegar þú hefur áttað þig á týpunni að þá er vélarstærðin sem hentar þínu skírteini og líkamsbyggingu, hæð og þyngd. Á meðan þú ert með skírteini sem hefur takmarkanir er ekki mælt með að flýta sér of hratt og velja hjól sem hentar þér en ekki of kraftmikið og með aksturseiginleikar út í bláinn miðað við þig. Við viljum jú öll koma heil heim.

Hvað er fjárhagurinn góður eða teygjanlegur?
Hvað ert þú tilbúinn að eyða í byrjunarhjólið? Er möguleiki á að byrja á minna hjóli sem er ódýrara og því kannski ekki mikið högg ef eitthvað kemur fyrir en þjálfar þig í akstri við ólíka aðstæður sem má svo skipta upp í stærra og eða nýrra. Hafa skal í huga að fyrsta hjólið er oftast ekki hugsað til langs tíma, oftast eru þau hugsuð í um eitt til tvö ár nema að þú vitir upp á hár hvað þú vilt og ferð bara beint þangað.

Hjólið þarf að standast skoðanir og að þú sért ekki að eyða mörgum dögum eða háum fjárhæðum í viðgerðir til að halda því gangandi, þá er oft betra að eyða aðeins meiru og vera svona þokkalega laus við það.

Punktar sem gott er að hafa við leit að byrjunarhjólinu
Hver og einn hjólari hefur sinn lista af atriðum sem þeir hafa viðaða að sér í gegnum árin og hafa því öðlast dýrmæta reynslu en þeir sem eru að byrja hafa oft enga punkta til að fara eftir og láta hjartað ráða en ekki toppstykkið. Hér eru nokkrir punktar sem reyndur maður hefur tekið saman fyrir mig og þig, nokkrir punkta sem gott er fyrir nýbyrjaða að hafa í huga.  Ef þú vilt betri útlistingar eða nánari upplýsingar um allskonar hluti sem gott er að vita er fínt að byrja á þessari grein Beginner’s Guide to Types of Motorcycles.

    • Vélarstærð miðað við skírteini A1 til A.
      500cc til 600cc eru allgengustu byrjendahjólin hjá okkur. Ef þú fórst ekki á skellinöðruna að þá er gott að byrja á minna hjóli til að venjast umferðinni án þess að hafa bakup á bíl fyrir aftan þig. Fara að hjóla með félögunum í innanbæjarumferðinni og út á þjóðvegum líka, í raun gerir þú allt sem gert er á stærri hjólunum. Þarna gildir að æfa rétt viðbrögð við hinum ýmsum aðstæðum sem upp geta komið án þess þó að geta set allt í botn og horfið út í buskan í reykjamekki. Þarna fær líka viðkomandi tilfinningu um hvort týpan af hjólinu henti honum miðað við líkamsbyggingu.
    • Anti-lock Braking System (ABS).
      Flest öll hjól eru með standart bremsubúnað og ódýrari hjólin eru ekki með ABS bremsur eða tölvu tengda við bremsurnar til að koma í veg fyrir að við hemlun læsist hjólin ekki. Það er hægt að fá slíkt sem viðbót á mörg hjól en ABS er af mörgum talið vera nauðsynlegur búnaður til að auka öryggi hemlunar og fækka slysum tengt því þegar hjól læsast við hemlun. Ef þú ert að fá þér nýtt hjól ættir þú að hafa það sem skilyrði að það sé með ABS.
    • Framrúða eða Windscreen/Fairing.

Að vera með framrúðu á hjóli er kannski ekki cool að sjá en þvílíkur munur að vera fyrir aftan. Að vera ekki í vindinum eða bleytunni ef svo ber við er ofboðslegur munur. Munurinn að hafa framrúðuna og að hafa hana ekki er oft það sem skilur að hvort fólk hreinlega nenni í lengri ferðar eða ekki en ekki hvað síst þá tekur framrúða líka grjótkastið og flugurnar svo minna mæðir á hjálminum þínum. Framrúða gerir oft gæfumuninn á ferðinni.

  • Ásetan eða hæðin á sæti og fótstaða.                                                                                                                                                                 Sem nýbyrjandi veltir maður sér ekki upp úr smáatriðunum sem svo eru oft ansi stór ss fótastaða og áseta á hjólinu. Þessi atriði skipta gríðarlegu máli upp á hvort þú nýtur ferðarinnar eða ert svolítið eins í flugsæti hjá lágjaldaflugfélagi þess eða í kremju. Oft er hægt að lagfæra ásetuna með því að verða sér úti um nýjan hnakk eða sæti og eða styttingu eða lengingu á fótstigum. Allt miðast þetta við að þú þurfir ekki að standa á tám þegar þú stoppar á næsta rauða ljósi eða sparkar í næsta bíl því þú ert allt of langur á hjólið. Réttur ballans í þessu málum skiptir að sjálfsögðu megin máli.
  • Hæð á stýri                                                                                                                                                                                                            Eins og með ásetuna að þá skiptir hæðin á stýri gríðarlegu máli. Ef þú ert farinn að teygja þig óþarflega mikið til að ná að kúpla að þá þarf að skoða með lægra/hærra stýri eða ef stýrið þarf að vera nær/fjær þér. Þér á að líða
    vel í sæti og það á að vera náttúrulegt að skipta upp eða niður. Það á ekki að vera yfirnáttúrulegt hvernig þér tókst það.

Með öllum þessum atriðum vona ég að þú lesandi góður gerir þér betur grein fyrir hvað hentar þér og þínum best í hjólamálum.

Berum virðingu fyrir hjólunum og eigum annar

Megir þú eiga besta ár lífs þíns framundan og komum heil heim.

Skírteinisflokkarnir eru fengnir af vef Ekils: https://www.ekill.is/is/okurettindi/namskrofur/motorhjolaprof