Fyrir allmörgum árum tók þúsundþjalasmiðurinn og mótorhjóladellukallinn Jóhann Freyr Jónsson betur þekktur undir nafninu Jói rækja upp á því að breyta lúinni dísel Benz bifreið sem hann átti í þríhjól.
(Gefum Jóhanni orðið)
,,Það var 2006 sem ég eignaðist gamlan Benz 300D sem var ekinn um 650.000 km og fékk þessa klikkuðu hugmynd.
Byrjaði á að væla í vini mínum Björgvin Ólafsyni að fá smá pláss inni með græjuna, tók hann vel í það þegar hann heyrði um áform mín.
Inn fór kvikindið og byrjað að rífa. Passaði að rífa allt nánast með hann í gangi, auðveldara að fá hann í gang eftir smíði.
Sætið er af skrifborðsstól og flest gamalt dót gefið og betlað.
Þetta var hrikalega gefandi og skemmtilegt verkefni, margir komu að skoða en flestir hristu hausinn í vantrú, það voru þrír sem höfðu alla trú á þessu og hvöttu mig áfram, Björgvin Ólafsson, Stefán Steingrímsson og Heiddi.
Saman fór græjan og Ásgeir Bragason lánaði mér sprautuklefa og þá var stefnan sett á Landsmót.
Á landsmóti sópaðist til mín verðlaun og hrós. Hjólið var með einstaka aksturseigileika því Bens er með sjáfstæða fjöðrun að aftan.
- orðinn lúinn og fær extreme makeup.
- Benz merkið á sínum stað
- Rafgeymirinn geymdur á vísum stað ofan á olíutankinum
- á Bílasýningunnu við oddeyrarskóla
- á Bílasýningunnu við oddeyrarskóla
- á Bílasýningunnu við oddeyrarskóla
- Klárt á Landsmót í Ránargötunni