Já ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að landsmót hafi heppnast vel.   Frábær skemmtun frá upphafi til enda Tónleikar þrjú kvöld í röð, Súpan, maturinn, frábært veður og skemmilegt fólk.

Móthaldararnir eiga náttúrulega skilið stærsta hrósið, undirbúningvinna fyrir mótið er búið að standa síðan um áramót og uppskárum við þetta frábæra mót út af þeirri vinnu.

„Þvílíkt snilldar landsmót! Takk fyrir samveruna elsku vinir, mikið sem þetta var gaman 💗

Aðdáun mín er á mótshöldurunum sem lögðu svo mikið á sig svo mótið myndi heppnast svona vel, takk Sigga, Gunni, Dísa, Biggi, Stefán Steingríms og allar hjálparhellurnar og þeir sem sáu um að við skemmtum okkur svona súpervel, þið eruð snillingar“

Fimmtudagur…
Fyrsti dagur Landsmóts er á fimmtudagskvöldið og er Landsmót sett með tónleikum,  að þessu sinni var það Dalvíkingurinn Eyþór Ingi og hljómsveit sem störtuðu landsmótinum og var hörku fjör,

Föstudagurinn ,,,
Fólk var risið á fætur eldsnemma um hádegi, og fengu sér morgunverði að öllur gerðum ,,, fljótandi eða í föstu formi 🙂 einhverjir hjóluðu í sund og aðrir sturtuðu sig á staðum.  Leikir voru á dagskrá um miðjan dag og voru það fyrri umferð leikjadagskrár, og sáu Sober riders um þá.

Leikir úrslit……….

Landsmótsmerkið hægt að kaupa á tíusíðunnni. https://tia.is/landsmot/

Pole in the hole: Lexi og Gulli……..
Tunnuvelta: Doddi Kröss…
Kokgleypan: Víðir Hermanns og Óli prik

Eftir leika, var súpugerð í gangi og um kvöldmatarleytið vor boðið upp á Landsmótssúpu, sem var matarmikil Kjötsúpa ALa Dögg ,, og á hún og hjálparhellurnar heiður skilinn fyir góða súpu.
Um kvöldið voru svo tónleikar þar sem hljómsveitin Leður lét gamminn Geysa og eftir þeim tók við Sveitaball þar sem Húnabandið fyllti dansgólfið það sem eftir var nætur. Æðislega gaman.
Laugardagur,,,
Endsnemma eftir hádegi voru menn og konur,,,, að skriða úr tjöldum (húsbílum) ,, Sumir fóru náttúrulega út að hjóla og aðrir sleiktu sólskinið..Dagskráin í dag var svipuð,,,
Soberleikar voru um miðjan dag, Keppt var í Snigli ,,, Haus á staur, og fl

Óli Prik sigraði í Kokgleypunni og lét ekki það duga, hann sigraði líka í Sniglinu, svo hann er Snigill ársins. (þess má geta að Óli er af annar kynnslóð hjólamanna á mótinu en hann er sonur „Líklegs #56 og Sunnu.“)


Úrslit

Haus á staur..sigraði Nóri….
Dragrace Jón Gústi og Bjarni.
Sniglið tók  Óli prik
Tunnudráttinn Víðir Hermanns og Kári kantsteinn.

Saxar sáu svo um að grilla stóreflis steik ,,, kola grill fyrir um 400 manns og gekk það ótrúlega vel, og maturinn

Þessir stuðboltar héldu upp fjörinu. Jói Bringa og Oggi feiti

góður.  Naut og svín og meðlæti, fullkomið.

Eftir að fólk var búið að liggja á meltunni var Happdrætti og verðlaunaafthöfn fyrir bæði leikana og búningaverðlaunin. Síðar um kvöldið var komið að hápunktinum….. Dimmutónleikar….. STURLAÐ FJÖR.

Sunnudagur…. líklega þunnudagur ,,,,,, allir heim kveðjast pakka bæ,,, þið voruð æði….hlakkar til næst.

ATH það vantar áhugasama til að halda næsta Landsmót.

ATH það er enn hægt að bóka Húnaver,,, það er ekki víst að það verði í boði lengi.

Túrisminn er að byrja aftur…