Alþýðublaðið 21.júní 1952

FURÐUVERK eitt mikið reis af grunni í gær við Kalkofnsveg neðan við Arnarhóls túnið, en það er ramgerður hringkastali, þaklaus að vísu, þar sem ungur maður mun næstu daga sýna glæfralegar hjólreiðar, og bruna á mótorhjóli upp lóðrétta veggi hringsins, cn slíkar glæfra hjólreiðar eru alþekkt fyrirbæri hjá fjölleiíkahúsum erlendis.

Sýningarmaðurinn er þó íslenzkur og heitir Halldór Gunnarsson, sonur hins kunna aflrauna manns, Gunnars Salomonssonar.
Kom Halldór hingað með Gullfossi á fimmtudaginn, en hann hefur undanfarið sýnt glæfrahjólreiðar á Norðurlöndum.

Flutti hann hingað með sér bæði mótorhjól og allan út búnað, það er hringkastalann eða turninn, sem er líkastur í laginu og stór oílugeymir, en innan í þessum hring ekur sýningarmaðurinn á mótorhjóli í sífellda hringi, unz hann er komin á fleygiferð upp eftir lóðréttum veggjunum. Áhorfendasvalir eru utan við hring inn efst uppi á brún hans og geta komizt þar á annað hundrað áhorfendur í einu, í dag mun verða lokið við allan útbúnað og er líklegt að Halldór byrji sýningar um helgina.

es.
Þess má geta að þessi sýning var einnig á Akureyri og eru þessar myndir frá þeim viðburði.

____________________________________________________________________________________________________________

 

Úr Visi 23.6.1952

Halldór ekur með 30—70 km. hraða innan í tunnunni. Hann er búinn að ná svo mikilli ferð, að hann telur óhætt að sleppa stýrinu. Síðar mun hann halda á íslenzkum fána í hvorri hendi, og bregða hægra fæti yfir hjólið, svo að hann situr á því eins og í kvensöðli. (Fot. P. Thomsen).

Reykvíkingar fá að sjá „helreið næstu vikur.

„Heilreið“ má sennilega kalla íþrótt þá, sem Reykvíkingum gefst kostur á að sjá leikna hér næstu tvær vikur.
Eins og getið hefir verið, mun ungur maður, Halldór Gunnarsson að nafni, sýna bifhjólreiðar innan í tunnu, sem reist
hefir verið við Kalkofsveg, og er bifhjólið svo að segja lárétt, er því er ekið innan á tunnuveggjunum, en þeir eru 5 m.
háir, og tunnan 9 m. í þvermál. Halldór hefir stundað íþrótt þessa í 3 ár ásamt ungum Svía, Bengt Bengtson, er lézt í bílslysi í lok maí-mánaðar, en þeir félagar höfðu þá nýlokið sýningarför um Finnland. Leitaði Halldór fyrir sér eftir félaga, en á Norðurlöndum stunda nú
aðeins 3 menn aðrir íþróttina, og var enginn fáanlegur til fararinnar hingað.
Bifhjól, sem notuð eru við slíkar sýningar, eru sérstaklega byggð og vega um 150 kg. — Fyrst nær Halldór um 50 km.
hraða á skáborðum innan í tunnunni, en þá fer hann að fikra sig upp eftir hliðunum, og vefður hraðinn mestur um 70 km. á klst.
íþrótt þessi er talsvert hættu leg, einkum ef slanga springur á hjólinu, því að þá steypist það og maður samstundis niður.

 

 

 

________________________________________________________________________________________________________________

ÞJÓÐVILJINN  26.05.1952
Hingað er kominn á vegum Knattspyrnufélags Reykjavíkur ungur maður Halldór Gunnarsson Salómonssonar aflrauna manns. Menn hafa tekið eftir að við Kalkofnsveg hefur verið komið fyrir einkennilegri tunnu, en Halldór fer á bifhjóli innan í tunnu þessari. Hefur bann undanfarin þrjú ár lagt stund á íþrótt þessa (mótorsport), og sýnt listir sínar víða um Norðurlönd.
Hnítar hann hringa eftir ióðréttum vegg upp og niður á mikilli ferð, svo að allt leikur á reiðiskjálfi. Tvisvar hefur hann dottið, en sloppið tiltölulega vel bæði skiptin. Upphaflega var ætlunin, að þeir kæmu hér tveir félagar en hinn beið bana í bílslysi rétt áður en þeir áttu að leggja af stað til landsins. Hefur Hall- ‘dór hug á að fá einhvern íslending sem vill læra íþróttina
og taka þátt í sýningum með ,honum, og er víst betra að hafa taugarnar í lagi. Þess skal getið að Halldór er ekki líftryggður, fær sig ekki tryggðan.

Sýningar munu hefjast í dag klukkan tvö og halda áfram næstu daga.