Mótorhjólaferðin mín. 1. áfangi.


En nú er kominn háttatími, góða nótt.
- Flug til Billund
- Allt komið á hjólið, tjald, svefnpoki og allur viðlegubúnaður sem þarf
- Leiðin suður jótland að hitta Siggu Ben og auðvitað velur maður Dönsku sveitavegina sem mest.
- Hjá Óla bróðir
.
Mótorhjólaferðin mín. 2. áfangi.
Vorum í sambandi við Norðmanninn Stein sem er líka að fara á mótið í Lux og gistir hann á sama stað í nótt og sláumst við í för með honum á morgun. rúmir 500km. farnir í dag og síðan gott spjall yfir öli um kvöldið. Kominn í fínasta hótelherbergi og snemma að sofa því dagurinn á morgun verður langur með útúrdúr til Hollands. Finnst ég soldið vera að ferðazt með húsbílafélaginu sjá myndir. Góða nótt elskurnar.m
- Komin á hótel í Bremen og Norðmaðurinn mættur.
- Góður félagsskapur og mér strax boðið í Norska Goldwing klúbbinn.
- Hér fást fín hótel herbergi á fínu verði, ekki sama okrið og heima. Þetta kostaði á milli 8 og 9þús nóttin, með morgunmat, vöktuðu bílastæði og vifi og er þó nánast allveg við flugvöllinn í Bremen.
- Bjór, pizza og spjall. Verið að plana morgundaginn.
- Stoppað í vegasjoppu í Þýskalandi. Og að sjálfsögðu fékk maður aér Brattwurzt
- Já Norðmaðurinn Stein kominn með heimasmíðað hjólhýsi aftan í Vængnum.
- Verður að segjast eina og er, flott smíð hjá honum.
.__________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín. 3. áfangi. (Six Center)
Vöknuðum snemma í Bern og drifum okkur af stað södd og sæl eftir fínann morgunverð á Hótel Select A1. Var ferðinni heitið til Hollands, lögðum við af stað í 19° hita en seig upp í 27°þegar leið á daginn. Fórum fyrst i Six center og hittum legend Bert Vonderman sem sérhæfir sig í 6 sylindra hjólum en þó aðallega Hondu CBX. Það var upplifun að skoða búðina hanns og verkstæðið. Held ég verði að setja sér pistil með myndum fyrir CBX nördana Síðan var ferðinni heitið í Best Biker Goldwing búðina. Þar voru til Vængir á öllum aldri í miklu úrvali og allt sem maður gat hugsað sér á Goldwing, auk fatnaðar og fl. Kanski verð ég bara að sdtja sér pistil fyrir Goldwing nörda líka
Hjóluðum síðan upp Hollland og held við höfum aðeins sneitt inn í Belgíu líka
Lentum í rigningu í ca. hálftíma rétt áður en við komum til Luxemburg annars var veðrið frábært heitt en skýjað megnið af deginum. Lentum þrisvar í umferðar töfum vegna framkvæmda en svindluðum okkur nú aðeins í gegnum það
Komum á mótssvæðið í Luxemburg um átta leitið eftir 11-12 tima keyrslu og tæpa 700 km. þreytt en sæl. Þakka mínum frábæru ferðafélögum Sigríður Benediktsdóttir og Stein Kvam fyrir samfylgdina í dag.Búinn að tjalda og gera cósý, farinn að sofa góða nótt.
Mótorhjólaferðin mín, 4. áfangi.


- Ekki gott fyrir stóra stirða kalla að vera í dverga tjaldi 😀
- Gamall og góður
- Þetta var sá skrautlegasti, með hundinn í kjöltu sér og baðkar á vagni í eftirdragi 😜🤪 nokkrar myndir af honum.
- Sigga
- Mikið af þríhjólum af ymsum gerðum, einnig hjólum með hliðarvagn eða kerrur.
- Kastali
- Þessi var flottur í hliðarvagninum með Spiderman hjálminn sinn.
- Kastali
Laugardagurinn fór í slökun og rölta um og skoða Gullvængi af ýmsu tagi og útfærslum. Set texta við myndirnar. Seinnipartin ákváðum við 4, þ.e. ég, Sigga og 2 Norðmenn að pakka saman og keyra eitthvað stutt í gistingu eftir slúttið um kvöldið því það spáði rigningu morguninn eftir og ekki gaman að taka saman og ganga frá tjöldum í rigningu. En við ætlum öll af stað morguninn eftir og þá skilja leiðir. Norðmaðurinn Stein sá um að finna gistingu á skikkanlegu verði og gerði það svo sannarlega, sagðis hafa fundið litla bústaði þar sem við hefðum öll sér herbergi. Reindust vera smá kofar sem voru ekkert nema rúmið en bara fyndið og akemmtilegt. Þú hoppar bara inn um hurðina beint upp í rúm Jæja þarf að fara að skoða kort og ákveða hvert ég stefni á morgun
______________________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 5. áfangi.

Ath. textar við myndirnar
- Já þær eru stórar í Þýskalandi 😋
- 25° hiti og sól 🫠
- Kofarnir sem viðgistum í fyrstu nóttina eftir mótið.
- Kvöldmaturinn var étin úr malpokanum í þetta sinn. Hrökkbrauðs samloka með spægpylsu og osti, túnfiskur og tómatar með.
______________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 6. áfangi.
Hitinn fór mest í 27° á landamærum Austurríkis og Slóveníu. Svakalega fallegt að hjola Austurísku fjallvegina og í gegnum þessi fallegu fjallaþorp.

- Dagleiðin frá Þýskalandi í gegnum Austurríki til Slóveníu.
- HD Trike
- Bongó blíða
- Fjallahótelið í Þýskalandi sem Booking.com bókaði mig í þó það væri lokað. En hjónin sem reka það voru hið almennilegasta fólk og leifðu mér að gista 🥰
- Bensínstöð í Austurríki. Mörg HD hjól á ferðinni. HD fylgir tískunni og málar gólftusku grátt. Annars var þessi frá Tyrklandi.
- Voru allveg til falleg hjól.Alltaf verið pínu svag fyrir þessum.




Mótorhjólaferðin mín, hvíldardagur.

_____________________________________________________________________________________________________________________
Mótorhjólaferðin mín, 7. áfangi.








