Á níunda áratug síðustu aldar, löngu áður en GPS, snjallsímar og samfélagsmiðlar gerðu ferðalög einfaldari, lagði breska arkitektanemandinn Elspeth Beard 23 ára gömul upp í ævintýri sem fáar konur – og jafnvel fáir menn – hefðu þorað að ráðast í.
Á gömlu BMW R60/6 árið 1974, hlaðnu farangri, varahlutum og eigin hugrekki, hélt hún af stað í ferð sem átti eftir að taka tvö og hálft ár og leiða hana rúmlega 56.000 km um heiminn.
Upphafið – draumur sem varð að veruleika
Elspeth hafði þegar ferðast víða á mótorhjóli um Bretland og Evrópu þegar löngunin til að sjá meira af heiminum kviknaði Hún var í nami til að verða Arkitekt en á lokaárinu þá hættir hún með kærastanaum og tók það svo á hana að hún klúðraði lokaprófunum og út frá því ákvað hún að rífa sig upp og seldi eigur sínar, fór að vinna á Bar til að safna fyrir ferðinni og breytti hjólinu sínu í einfalt en áreiðanlegt langferðatæki. Á meðan á því stóð sótti hún um styrki frá ýmsum stöðum til að styrkja ferðalagið en af 30 bréfum sem hún sendi út fékk hún 2 svör BMW svaraði henni kurteislega en hafnaði beiðni hennar ,en tímaritið Bike Magasine gerði bara grín af henni, og skaut hana niður. Svo með fábrotnum búnaði,án styrktaraðila með pappírs-kortum og mikilli þrautsegju lagði hún af stað frá London árið 1982 með 2500pund í veskinu og vonaðist að komast yfir Ameríku og til Nýja Sjálands eða Ástralíu á þeim aurum. Þár fékk hún vinnu sem aðstoðarmaður á Arkitektastofu og vann á bar á kvöldin.
Þar sannfærði vinur hennar að það gengi ekki að vera með mjúkan farangur í tegjum í næstu áfangum í gegnum Asíu það myndi öllu vera stolið af hjólinu hennar. Svo þau tóku sig til og smíðuðu áltöskur á hjólið á þessum tímapunkti í ferðinni. Ekkert sérstaklega fallegar en læsanlegar og vatnsheldar hirslur sem gerðu gæfumuninn. Takið ykkur tíma og hlustið á söguna hennar í myndbandinu hér að neðan þetta er mjög merkilegt..
Öll sagan hennar er hér er hún segir hana sjálf.
Fyrsta breska konan til að ljúka hringferð á mótorhjóli
Þegar Elspeth sneri heim árið 1984 var afrek hennar lítt tekið eftir – heimurinn var ekki tilbúinn fyrir söguna.og lá sagan henna í kössum í 30 ár. En á síðari árum hefur sagan hennar loksins fengið verðskuldaða athygli. Ferðin hefur verið sögð í bókinni “Lone Rider”, og Elspeth hefur orðið fyrirmynd fjölmargra.
Var yfireiit með hjálminn á sér í miðausturlöndum virkaði þannig að þá héldu allit að hún væri karlamaður.








