Ný tækni í Mótorhjóla keppnum ?

Ducati er um þessar mundir að prófa hvort að bæta við vindrörum / vængjum eða scoops neðanlega að hliðarhlífar hjólanna sinna beri árangur.
Vonast þeir til að þetta hafi áhrif á ground effect en það fyrirbæri er vel þekkt í flugi og formúlu1,  en hefur til þessa ekki verið efst á blaði hjá mótorhjólaframleiðendum.

Myndir náðust af þessum útbúnaði á dögunum er Motogp lið Ducati var að prófa hjólin sín.  Er talið að þetta hafi mest áhrif í beyjum þegar hjólið er komið nánast í 60° halla þá eru hliðarhlífarnar farnar að nálgast jörðina og þá komi þetta ground effect til með að auka gripið með því þrýsta hjólinu betur niður í beyjuna.   „Hvort þetta virkar er náttúrulega bara á tilraunastigi ennþá“

Ground effect er allt öðruvísi á mótorhjóli en á bíl því mótorhjól er ekki eins og bíll en frekar líkara orustuþotu.

Ducati eru fremstir í þessari þróun í motoGP í dag.

Sérfræðingar í loftflæði hjá Ducati hafa síðustu fimm árin unnið öttulega í að breyta loftflæði hjólanna til að minnka líkur á td að hjólin próni, auka möguleika á að gefa fyrr í út úr beyjum og auka stöðuleika hjólanna þegar bremsað er harkalega fyrir beyjur og stuðla þar með að hægt er að bremsa seinna.

 

 

Þessar bremsudiskahlífar eru eitt af því sem er að auka stöðuleika hjólana á miklum hraða í beyjum og auka grip.

Flest allir mótorhjólaframleiðendur hanna nefnilega hjólin sín miðað við loftflæðið þegar hjólin eru upprétt svo þetta er sannarlega nýr vinkill á mótohjólatækni framtíðarinnar.

Næst mun Ducati líklega prófa þetta saman Stútana og Diskahlífarnar og þá er bara að sjá hvort að þeir sjái árangur af því og noti þetta á næsta keppnistímabili og taki titla.