Valentino Rossi

Í dag kom í ljós eftir keppni dagins í Motogp á Ítalíu að frakkinn Fabio Quartararo (Yamaha) varð heimsmeistari í MotoGp
Hann mun vera fyrsti frakkinn til að verða heimsmeistari í MotoGp í sögunni en hann lenti í fjórða sæti í keppninni í dag.
Þetta var einnig síðasta keppni Valentino Rossi (Yamaha) á heimavelli en hann leggur hanskana á hilluna eftir mótið, en hann varð tíundi eftir að hafa byrjað síðastur. Valentíno Rossi er einn sigursælasti ökumaður í MotoGp

Marc Marquez

Sigurvegari keppninar var Honda ökumaðurinn Marc Marquez en hann var lengi vel í öðru sæti þar til Ducati ökumaðurinn Francesco Bagnaia féll úr keppni eftir að hafa leitt hana megnið af hringjunum 25 en Francesco átti enn möguleika á titlinum áður en hann féll úr leik en við það færði hann Frakkanum titilinn á silfurfati.   Marc er að ná sér upp úr slæmum meiðslum en virðist vera kominn á rétta braut og náði sér í sigur hér.