Greiddir félagar Tíunnar munu eiga von á félagskirteininu sínu inn um lúguna fljótlega

Sigga formaður er búin að standa sveitt við gerð þeirra undanfarið og á eftir að standa sveitt við að skrifa á umslögin sem eru mörg.

Takk fyrir mjög góð viðbrögð við nýja vefnum okkar ekkert hefur verið kvartað sem annað hvort þýðir að hann er flottur eða að það er enginn að skoða hann 🙂

Ath. að á nýja félagskirteininu er afsláttarkóði fyrir alla þá sem eru með eldsneytislykla eða kort hjá N1, og þið getið skráð ykkur í hópafslátt hjá þeim sem er 12kr af eldsneytisverðinu ásamt fullt af öðrum afsláttum.
Þið getið gert þetta á heimsíðu N1 og notað netspjallið þar til að gera þetta.

Kveðja Stjórn.
www.tia.is
tian@tia.is