Sumarið1995 fórum við félagarnir Arnar , Skarpi, Kári Kantsteinn, og Gauti í mótorhjólaferð til Keflavíkur.
Vinkona okkar var nefnilega búin að bjóða okkur í partý þar í bæ og var það eitthvað sem við gátum ekki sleppt.
Hjólin voru svo gerð ferðafær í hvelli.
Það var lagt í hann um hádegi á föstudegi fór Skarpéðinn Jakobsson (Suzuki GSX 750 1989) fór fremstur svo Friðbjörn Gauti Friðriksson (Suzuki GSX 750R 1990) svo ég Arnar (Honda VFR 750 1987) og Kári Kantsteinn (Honda VFR 700 1986) rak lestina, Ekki svo löngu eftir að við lögðum af stað var fyrsta stopp Blönduós (Suzuki hjólin bæði bensínlaus hehe).
Næsta stopp var Staðarskáli þar tekið bensín aftur á (Suzuki) hjólin :).
Komum svo til Reykjavíkur, reyndar með stuttu stoppi í Hvalfirði þar sem Skarpi lét reyna á það hvort nýi SHOEI hjálmurinn þyldi að detta af hjólinu og í jörðina jú hann þoldi það bara ágætlega.
- Fyrir utan Mávabrautina í Keflavík
- Brottför frá Reykjavík smá rykaðir eftir skemmtunina.
- Þessi mynd er tekin á KFC í Hafnarfirði (Skyldustopp í borgarferð)
- Hvalfjörður… auðvitað voru engin göng þá.
Við Akureyringarnir rötuðum ekki neitt í Reykjavík, en náðum samt til Keflavíkur í tæka tíð fyrir partíið.
Nú tók við heljarinnar partý sem seint mun fara úr minni. (förum ekkert nánar út í það)
Á laugardagsmorguninn vaknaði ég fastur undir rúmi og gat ekki hreyft mig, en í dag kannast enginn við það hvernig ég endaði þar.
Á laugardagsmorguninn vaknaði ég fastur undir rúmi og gat ekki hreyft mig, en í dag kannast enginn við það hvernig ég endaði þar.

Við fórum svo til Reykjavíkur á laugardeginum og var djammað fram á nótt í miðbænum og hittum helling að hjólafólki í bænum. og meðal annar Fúsa að norðan sem ákvað að slást í för með okkur norður daginn eftir.
Seinnipart sunnudagsins var lagt í hann heim. og gekk ferðin að mestu vel en í Öxnadalnum varð Skarpi bensínlaus, hann gleymdi að tanka.
Við redduðum okkur þammig að við tókum bensíntankinn af hjólinu hans Kára, helltum úr honum í tankinn hjá Skarpa og þannig komst við allir heilir heim.
Þetta er og verður ógleymanleg ferð.
Arnar Kristjáns #885
Arnar Kristjáns #885