Dagur I
Um leið og gefið var upp hvar Landsmót Bifhjólafólks ætti að vera ákvað ég að mæta, uppáhalds staður minn til að hjóla á og malarvegir (að vísu ekki nema 70 km. eftir, þetta helvítis malbik er hægt og bítandi að flæða yfir alla vegi). Slys gera ekki boð á undan sér, en fyrir 16 dögum lenti ég í einu slíku. Svo slæmu að ég má í hvorugan fótinn stíga næstu 8 vikurnar (voru 10, 2 búnar). Ekkert Landsmót hjá mér, en sendi fulltrúa minn sem er pípan mín af stað í morgun lengri leiðina á landsmót. Mánudagur 26. júní kl. 15:00, ferðalag pípunnar gengur vel á Landsmót Bifhjólamanna , snemma var lagt af stað, ferðafélagar pípunnar fóru í regngallana og þá hætti að rigna. Fyrsta stopp var í Ís á Erpsstöðum þar sem allir fengu ís nema pípan. Svo þurftu ferðafélagarnir að pissa í Búðardal, en ekki pípan. Næst var bensín í Flókalundi, pípan þurfti ekkert bensín. Við Garðar BA hefur oft verið kveikt í pípunni.
Dagur II
Ferðalag fulltrúa Hjartar Líklegur, á Landsmót Bifhjólafólks pípunnar heldur àfram. Í gærkvöldi skoðaði pípan sig um á Tálknafirði. Túngata 19 var þekkt mótorhjólabæli á árunum 1984 til 1987 og í ballhúsinu Dunhaga var oft stuð. Pípan vaknaði með „standpínu“, það var heitt í tjaldinu, næst var stefnt á Selárdalur.
Dagur III
Pìpan hélt àfram ferð sinni á Landsmót Bifhjólafólks í dag. Eftir að ferðafélagarnir ákváðu að hætta við að fara í Selárdal var haldið upp á Dynjandaheiði og að Dynjandafossi, en þar hefur oft verið kveikt í pípunni. Næst var það Hrafnseyrarheiði, eitt fallegasta vegastæði landsins, en vondur og grýttur vegur. Á Ísafirði þurftu ferðafélagarnir söngolíu í sérstakri búð, en pípan þurfti ekki svoleiðis og setti stefnuna hinum megin við götuna á leikvöllinn.
Dagur IV part I
Fékk skilaboð um lesanda sem var farið að lengja eftir ferðasögu pípunnar og hér kemur fyrri hluti dagsins í dag. Ferðafélagar pípunnar vöknuðu flestir seint, en ekki allir, einhverjir fóru í ræktina, en þangað er pípan óvelkomin. Það var blautt, það var lágskýjað og engum langaði í svoleiðis veðri upp Bolafjall, ekki pípunni heldur. Ferðafélagar pípunnar lögðu af stað inn Ísafjarðardjúp í átt að Landsmót Bifhjólafólks , stoppað var á móti Súðavík og þar gerðist pípan fjölþreifin ( endaði í allsherjar „svingerpartíi með ferðafélögunum“). Framh. á morgun.
Dagur IV Part II
Seinni hluti pípuferðasögunnar frá því í gær. Eftir að pípan kyssti margar varir gegnt Súðavík var haldið áfram inn Djúp. Ferðafélagarnir stoppuðu í Litlabæ, þaðan á pípan góðar minningar. Litlibær passar ekki vel fyrir alla ferðafélagana. Í Hólmavík fækkaði ferðafélögum pípunnar um þrjá, en pípan hélt áfram áleiðis á Landsmót Bifhjólafólks, stutt stopp á Veiðileysuhálsi og í Djúpuvík þar sem pípan vakti hundinn og sá margar fallegar tóbaksdósir. Framh. síðar í dag.
Dagur V
Loka kafli pípunnar á Landsmót Bifhjólafólks . Þar var erfitt fyrir pípuna að fara frá öllum þessum tóbaksdósum í Djúpuvík, en hún var farþegi og réði engu. Ferðafélagarnir tveir óku á stóru ferðinni framhjá landsmótsstaðnum beint á Eyri við Íngólfsfjörð þar sem Guðjón langa langa afi Óla var hreppstjóri. Það var gott að koma í hlýjuna frá Sólóeldavélinni. Gestgjafarnir voru afi og amma Óla og “ tengdósett“ pípunnar. Það var sofið fram eftir morgni, pípan kvíldi sig vel því nú tekur við að benda á og velja hvaða landsmótsgestur er Líklegasti landsmótsgesturinn 2023???? Pípan hefur hafið störf og bendir á marga og spurningin er það þessi, eða þessi, en þessi kemur til greina en ekki þessi.
Dagur VI
Pípan hefur valið Líklegasta landsmótsgestinn á Landsmót Bifhjólafólks. Valið stóð á milli Egill Þorgeirsson og Valdís Geirsdóttir , Egill tapaði á eigin bragði því hann kann greinilega ekki að reykja pípu. Valdís er því Líklegust allra skælbrosandi á sínu gamla Honda Goldwing. Til hamingju Valdís.
Svona í lokin er gott að láta eitt ástarljóð fylgja *
https://www.guitarparty.com/songs/pipan-astarljod/?lang=is
Hjörtur líklegur skrifar ,,, Ólafur Hjartarson Tekur myndirnar