Í sumar hafa staðið framkvæmdir í Tíuherberginu á Mótorhjólasafninu!
Þeir sem hafa séð herbergið áður vita að það var ansi hrátt, með ónýtum filtteppi og ömulegri lýsingu gamalla halogegnkastara, eins var hljómburður mjög slæmur í herberginu,
Nú er heldur betur búið að taka herbergið í gegn. Nýtt gólfefni, Nýmálað, hurðin komin almennilega í og komið falskt loft með alvöru lýsingu. og stór munur á hljómburði (Bergmáli) Nú á bara eftir að græja ný húsgögn.
Eins er eldhúsið á góðri leið með að verða komið í stand þó margt sé vissulega eftir.
Þá er þetta smá saman að gerast.
Fundarherbergið er því orðið mjög flott og eigum við eftir að njóta góðs af því í framtíðinni.
Vel Gert
- hurðin í tíuherbergið
- Eldhúsið
- Tíuherbergið
- Tíuherbergið
- Gangurinn og hurðin í tíuherbergið
- Tíuherbergið
- Mótorhjólasafnið