Þá er vefurinn www.fornhjol.is kominn í loftið. Þar inni verður fjallað um gömul mótorhjól á Íslandi, ásamt því að hægt verður að skoða gamlar ljósmyndir af mótorhjólum. Loks verður hægt að senda fyrirspurnir til að nálgast upplýsingar úr gömlum skráningargögnum. Endilega kíkið á, fyrsta greinin fjallar um eina Cleveland mótorhjólið sem til var á Íslandi á þriðja áratugnum.

Hægt er að senda okkur myndir og önnur gögn til greiningar.