FORSALAN ER HAFIN Á TIX.IS!
Hjólavinir nær og fær! Tryggið ykkur helgarpassa á Landsmótið á forsöluverði! Þetta verður skemmtilegasta helgi sumarsins 2025!
Dagskráin er klár og hefur sjaldan litið betur út, það verður rokk&ról, það verður ball, það verður stuð glens&grín, það verður dansað, það verða leikar, það verður matur, það verður drykkur, það verður leður, það verður kántrí, það verður afmæli – en fyrst og fremst verður stemmari!
Við munum kynna dagskrá og öll atriði sérstaklega á næstu dögum og vikum.
Sjáumst á Landsmóti í sumar!
H-DCICE x Landsmót Bifhjólafólks Varmalandi í Borgarfirði.
Rokk, Ról & Mótorhjól
26. – 29. júní 2025
Hljómsveitir – Veitingar – Uppistand – Skutluleikar – Harley shop – Hrímþursasúpan – DJ – Tattoo – Happdrætti – Sund – Bar – Uppboð – AA fundir
Forsöluverð: 15.000 kr.
Almennt verð: 18.000 k.
ATH: Tjaldsvæði innifalið í verði! (sem er bara geggjað!)
Kaupa miða hér: https://tix.is/event/19098/landsmot-bifhjolafolks-2025