Algengur misskilningur er að ökumenn mótorhjóla eigi ekki sama rétt og þeir sem lenda í bílslysi.

Þeir sem slasast í mótorhjólaslysi, hvort sem um ökumann eða farþega er að ræða, geta átt rétt á bótum, annað hvort úr slysatryggingu ökumanns- og eiganda eða ábyrgðartryggingu. Sömu tryggingaskilmálar gilda einnig fyrir mótorhjól og bíla. Mótorhjólatryggingar eru þó öðruvísi að því leyti að stærstur hluti tryggingabóta kemur vegna slysa á ökumanni en ekki vegna tjóns sem hendir þriðja aðila. Einfaldlega vegna þess að ökumenn mótorhjóla eru oftast einir á ferð.

Fylgstu með vikulegum lagaráðum Fulltingis og vertu meðvitaður um þinn rétt eftir slys.

Fullthingi.is