Það má með sanni segja að það hafi verið föngulegur hópur sem mæti í Húnaver um helgina til að njóta tónlistar og skemmta sér saman.
Fólk var farið að mæta á miðvikudag á mótið sem hófst á fimmtudagskvöldinu með setningu og tónleikum með Sniglabandinu, og voru þá mættir um 200 manns á mótið og enn að bætast í.
Dansað var fram á nótt öll kvöldin en Huldumenn sáu um ballið á föstudagskvöldið og Hvanndalsbræður á laugardagskvöld.
Í millitíðinna skemmtu hjólamenn og konur sér í leikjum á túninu, keppt var í Tunndrætti með farþega (í tunnuni) og í td Puttmaster á mótorhjólum, snigl. heysátu, kokgleypu og einhverju fleiru en Tían Bifhjólaklúbbur sá um leikana í ár.
Gestir fengu sér svo Kjötsúpu sem elduð var á staðnum í risapotti við opinn eld , nú eða fengið sér Tattoo hjá Íris en hún hafði nóg að gera alla helgina.
Takk kærlega fyrir frábært mót og yndislega félagskap.
Takk
Kærlega staðahaldarar og ungmennafélagið.
Og auðvitað skötuhjúin Sigga og Gunni fyrir að halda enn eitt mótið.
Kærar þakkir. Þið eruð stórkosleg.