Á Laugardaginn 16 ágúst var Pokerrun Tíunar haldið í blíðskaparveðri og hlýindum.

Poker-Run fer þannig fram að þáttakendur á hjólum og farþegar Greiða þáttökugjald (reiðufé 5000 kr) (Reiðufé) í upphafi pókerrun ferðarinnar. Því næst dregur þáttakandi spil, og svo er ekið á næsta áfangastað þar sem næsta spil verður dregið. Og svo koll af kolli, þar fimm áfangastaðir eru komnir. Svo ræður besta pokerhöndin hver fær pottinnn , Ásamt Glæsilegum bikar.
2000 af þáttökugjaldinu fer til uppbyggingar Mótorhjólasafnsins. og 3000kr í pottinn.

Að þessu sinni var metþátttaka í Pokerrun en Tían hefur haldið Pókerrun síðan 2017.

29 aðilar á 26 mótorhjólum skráðu sig og tóku þátt að þessu sinni.

Eftir skráningu keppanda og eftir að fyrsta spil var dregið var ákveðinn fyrsti áfangastaður og ekið af stað frá Mótorhjólasafni Ísland á Akureyri.

Sólgarður í Eyjafjarðarsveit var fyrsta stopp, en þar stendur einmitt stálkýrin Edda  skammt frá Smámunasafninu.  Þar drógu allir spil nr 2 og var ákveðinn næsti áfangastaður.  (Dalakofinn í Reykjadal).
brunaði hópurinn þangað og þurftu allir að aka víkuskarðið þar sem málingarvinna var í Vaðlaheiðargöngunum.

Í Dalakofanum var vel tekið á móti hópnum því skipuleggjandi var búinn að láta vita af komu okkar og voru frátekin borð fyrir okkur á staðnum.   Þar gæddu menn og konur sér á síðbúnum hádegisverði, og eftir það var dregið spil numer 3.    Akvörðunarstaður eftir það var Grenivík og þangað var brunað.

Á Grenivík var stutt stopp og þar dregið spil við Jónsabúð. (sem er eina búðin á Grenivík)  þaðan áttu allir að hittast á Ráðhustorgi á Akureureyri til að draga síðasta spilið.

Akureyri.
Á Raðhústorgi safnaðist hópurinn saman eftir frábæra 220km keyrslu um nágrenni Akureyrar og varð niðurstaðan sú að Einar Sigtryggsson (Game Over) var með bestu pokerhöndina eftir runnið.
og sigraði hann þar með Pokerrun 2025 og fékk m.a. Bikar og pening.             

 

Mótorhjólasafnið fékk svo góðan styrk frá Tíunni annarsvegar og Einari hins vegar en hann lét verðlaunaféið sem hann vann renna til safnsins. En heildarupphæðin sem safnið fékk var 145þúsund krónur ..
Frábær dagur og takk allir .. 
kv Víðir H. 

Pokerrun Viðburðurinn á Facebook